Fótbolti

Matuidi leggur skóna á hilluna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Blaise Matuidi hefur ákveðið að binda enda á langan og farsælan feril.
Blaise Matuidi hefur ákveðið að binda enda á langan og farsælan feril. Matthias Hangst/Getty Images

Blaise Matuidi, sem var hluti af franska landsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 18 ára feril.

Þessi 35 ára gamli miðjumaður hóf atvinnumannaferil sinn hjá Troyes í frönsku B-deildinni árið 2004. Þaðan hélt hann til Saint-Étienne áður en hann var keyptur til stórliðsins Paris Saint-Germain árið 2011.

Hjá PSG lék Matuidi 203 deildarleiki og varð fjórum sinnum franskur meistari áður en hann færði sig yfir til Juventus á Ítalíu og bætti þremur Ítalíumeistaratitlum í safnið. Þá vann Matuidi einnig fjöldan allan af bikarmeistaratitlum árum sínum hjá PSG og Juventus, en stærsti titillinn á ferlinum kom árið 2018 þegar hann varð heimsmeistari með franska landsliðinu.

Matuidi hefur seinustu ár leikið með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni, en hafur nú ákveðið að segja þetta gott af knattspyrnuiðkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×