Á að ritskoða kennara? Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar 17. janúar 2023 18:00 Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun