Að sjá skóginn fyrir trjánum Hugrún Elvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 08:32 Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Vinnumarkaður Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun