Vilja stofnan nýjan gjaldmiðil fyrir S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. febrúar 2023 15:01 Alberto Fernandez, forseti Argentínu (t.h.) og Lula Da Silva, forseti Brasilíu á toppfundi leiðtoga ríkja rómönsku Ameríku og Karíbahafsins, sem haldinn var í Buenos Aires undir lok síðasta mánaðar. Getty Images Forsetar tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu, hafa lýst yfir vilja sínum til að stofna til sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna. Síðar meir, segja þeir, geti önnur ríki álfunnar slegist í hópinn. Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum. Argentína Brasilía Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum.
Argentína Brasilía Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira