Eru þetta hagsmunir stúdenta? Viktor Pétur Finnsson skrifar 17. febrúar 2023 13:01 Stúdentaráð vísaði fyrr í vikunni frá tillögu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um að Stúdentaráð væri andvígt aukinni gjaldskyldu á nemendur. Eftir það fór af stað umræða á netinu og innan háskólans þar sem meðal annars fyrrum formaður Vöku lýsti yfir ósætti við sitt gamla félag sem hann sagði grafa upp gamaldags stefnumál og vera ómeðvitað um umhverfi sitt. Mér finnst því mikilvægt að afstaða Vöku sé skýr í þessu máli. Stúdentar þurfa úrbætur strax Við í Vöku höfum talað fyrir bættum samgöngum við háskólann samhliða því að dregið verði úr kostnaði á stúdenta. Vaka óskar eftir því að Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg og hið opinbera styðji við okkur í þeirri baráttu. Ekki má hugsa að þó svo að við séum mótfallin gjaldskyldu á stúdenta, séum við einnig mótfallin bættum almenningssamgöngum. Þvert á móti. Okkur finnst ósanngjarnt að rukka stúdenta fyrir litla sem enga þjónustu. Fyrst þarf að bæta þjónustuna. Öll rök um að einn daginn muni ganga Borgarlína í gegnum háskólasvæðið og að allar „alvöru borgir” hafi sterkt samgöngukerfi eru á skjön við umræðuna sem þarf að eiga sér stað í dag. Staðan er ekki góð og hana þarf að bæta. Það er ekki réttlætanlegt að rukka stúdenta núna þegar tíu ár eru í Borgarlínu. Bæta þarf hjólaleiðir í borginni, gönguleiðir í nálægð við háskólann og þjónustu strætó. Í vetur saltaði og ruddi Reykjavíkurborg illa leiðir í kringum háskólann og því reyndist erfitt að ganga, hjóla, nota rafskútur og fleiri samgöngumáta. Í núverandi ástandi er óboðlegt að rukka fólk fyrir að vilja komast örugglega til og frá námi og þetta kemur mest niður á stúdentum með sértækar þarfir sem eiga erfiðara með að nýta sér aðra samgöngumáta. U-passi er ekki fyrir alla stúdenta Á meðan samgöngur eru með því móti sem þær eru í dag er forkastanlegt að segja það „óhjákvæmilegt” að leggja gjaldskyldu á stúdenta, (líkt og Stúdentaráð hefur haldið fram?). Þó svo að kostnaður við strætó yrði lækkaður með tilkomu hins svokallaða „U-passa” leysir það þó ekki þau fjölmörgu vandamál sem við í Vöku höfum vakið athygli á. Stærsta ástæða þess að við leggjumst gegn gjaldskyldu er ekki vegna þess hve fjárhagslega dýrt það er að taka strætó, heldur vegna þess að þjónusta strætó er ekki nægilega góð fyrir þau sem ekki búa í eða við miðbæinn. Þó svo að kostnaður yrði lækkaður kæmi það, eins og við höfum oft tekið fram, mest niður á þeim sem búa í ytri byggðum höfuðborgarsvæðisins, foreldrum í námi og þeim sem minnst milli handanna hafa og þurfa mögulega að vinna meðfram skóla. Ástæða þess að íbúar Hafnarfjarðar, Grafarvogs, Mosfellsbæjar, Breiðholts og fleiri úthverfa og nágrannasveitarfélaga nýta sér ekki allir almenningssamgöngur, er ekki einungis fjárhagslegur kostnaður heldur einnig óefnislegur kostnaður. Tíminn sem það tekur mig, íbúa í Hafnarfirði, að ferðast til og frá skóla með almenningssamgöngum eru tæplega þrjár klukkustundir á dag. Foreldrar með börn á leikskóla, aðilar í vinnu og fjölmargir aðrir geta ekki nýtt sér núverandi strætókerfi til að sinna skyldum sínum, þó svo að U-passinn sé ódýr. U-passinn aðstoðar þetta fólk ekki og er því ekki raunhæf lausn. Umbætur fyrir alla stúdenta Það er ekki forsvaranlegt að félag, sem hefur þann eina tilgang að berjast fyrir hagsmunum stúdenta, í lagi að leggja aukinn kostnað á stúdenta, þó svo að örlítið mótframlag fáist fyrir. Hægt er að líkja þessu við að minnka skammtastærðir allra fanga í fangelsi gegn því að ákveðinn hópur þeirra fái meiri sósu. Stúdentahreyfingarnar eiga að berjast fyrir því besta fyrir stúdenta og umræðan á að vera hávær. Þess vegna viljum við í Vöku ekki sætta okkur við U-passann sem er bara hörð, gömul brauðsneið þegar við eigum að vera að berjast fyrir því að fá alvöru mat á diskinn. Hugsum í nútíðinni Borgarlínan, verði hún að veruleika, mun vera til hagsbóta fyrir stúdenta þegar hún kemur. Ég ætla að fá að endurtaka mig þegar ég segi að við í Vöku erum ekki á móti bættum almenningssamgöngum, þvert á móti styðjum við þær. Við erum þó mótfallin því að láta stúdenta borga meira núna vegna þess að einhvern tímann í framtíðinni verður þjónustan bætt fyrir nokkra. Ástæða gjaldskyldunnar er ekki að byggja eigi bílastæðahús eða auka þjónustu, heldur er verið að rukka fyrir lélegt malarbílastæði og taka pening af stúdentum. Þó svo að U-passinn yrði tekinn í gagnið samhliða gjaldskyldu á malarbílastæðunum, við Háskólabíó og Þjóðarbókhlöðu, myndu samgöngumátar, sem standa háskólanemum til boða, ekki skána. Það eru því mikil vonbrigði að SHÍ skuli ekki vilja setja sig opinberlega upp á móti því að hækka kostnað á stúdenta þar sem við héldum að við værum öll saman í baráttunni fyrir bættum kjörum allra stúdenta. Mögulega er svo ekki, en vonandi mun þeim snúast hugur. Við ætlumst til þess að þeir fulltrúar sem kjörnir eru til þess að berjast fyrir hagsmunum stúdenta blindist ekki af pólítísku landslagi í landspólitíkinni eða skoðunum stjórnmálaafla utan háskólans. Stúdentapólitíkin á að snúast um bætta stöðu stúdenta og gjaldskylda gengur þvert á það markmið. Vaka berst fyrir hagsmunum stúdenta Á meðan við í Vöku berjumst fyrir stúdenta viljum við hafa stórar hugmyndir sem raunverulega snerta nemendur og vera róttæk í okkar baráttu. Við viljum fleiri hjólastíga, fleiri fallegar gönguleiðir og bætta þjónustu. Við viljum að allir geti stundað nám við háskólann, óháð búsetu eða stöðu að nokkru leyti. Okkur finnst við ekki biðja um of mikið. Stefna Vöku er skýr, setjum háskólanema í fyrsta sætið og hagsmuni þeirra. Bætum samgöngur við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stúdentaráð vísaði fyrr í vikunni frá tillögu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um að Stúdentaráð væri andvígt aukinni gjaldskyldu á nemendur. Eftir það fór af stað umræða á netinu og innan háskólans þar sem meðal annars fyrrum formaður Vöku lýsti yfir ósætti við sitt gamla félag sem hann sagði grafa upp gamaldags stefnumál og vera ómeðvitað um umhverfi sitt. Mér finnst því mikilvægt að afstaða Vöku sé skýr í þessu máli. Stúdentar þurfa úrbætur strax Við í Vöku höfum talað fyrir bættum samgöngum við háskólann samhliða því að dregið verði úr kostnaði á stúdenta. Vaka óskar eftir því að Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg og hið opinbera styðji við okkur í þeirri baráttu. Ekki má hugsa að þó svo að við séum mótfallin gjaldskyldu á stúdenta, séum við einnig mótfallin bættum almenningssamgöngum. Þvert á móti. Okkur finnst ósanngjarnt að rukka stúdenta fyrir litla sem enga þjónustu. Fyrst þarf að bæta þjónustuna. Öll rök um að einn daginn muni ganga Borgarlína í gegnum háskólasvæðið og að allar „alvöru borgir” hafi sterkt samgöngukerfi eru á skjön við umræðuna sem þarf að eiga sér stað í dag. Staðan er ekki góð og hana þarf að bæta. Það er ekki réttlætanlegt að rukka stúdenta núna þegar tíu ár eru í Borgarlínu. Bæta þarf hjólaleiðir í borginni, gönguleiðir í nálægð við háskólann og þjónustu strætó. Í vetur saltaði og ruddi Reykjavíkurborg illa leiðir í kringum háskólann og því reyndist erfitt að ganga, hjóla, nota rafskútur og fleiri samgöngumáta. Í núverandi ástandi er óboðlegt að rukka fólk fyrir að vilja komast örugglega til og frá námi og þetta kemur mest niður á stúdentum með sértækar þarfir sem eiga erfiðara með að nýta sér aðra samgöngumáta. U-passi er ekki fyrir alla stúdenta Á meðan samgöngur eru með því móti sem þær eru í dag er forkastanlegt að segja það „óhjákvæmilegt” að leggja gjaldskyldu á stúdenta, (líkt og Stúdentaráð hefur haldið fram?). Þó svo að kostnaður við strætó yrði lækkaður með tilkomu hins svokallaða „U-passa” leysir það þó ekki þau fjölmörgu vandamál sem við í Vöku höfum vakið athygli á. Stærsta ástæða þess að við leggjumst gegn gjaldskyldu er ekki vegna þess hve fjárhagslega dýrt það er að taka strætó, heldur vegna þess að þjónusta strætó er ekki nægilega góð fyrir þau sem ekki búa í eða við miðbæinn. Þó svo að kostnaður yrði lækkaður kæmi það, eins og við höfum oft tekið fram, mest niður á þeim sem búa í ytri byggðum höfuðborgarsvæðisins, foreldrum í námi og þeim sem minnst milli handanna hafa og þurfa mögulega að vinna meðfram skóla. Ástæða þess að íbúar Hafnarfjarðar, Grafarvogs, Mosfellsbæjar, Breiðholts og fleiri úthverfa og nágrannasveitarfélaga nýta sér ekki allir almenningssamgöngur, er ekki einungis fjárhagslegur kostnaður heldur einnig óefnislegur kostnaður. Tíminn sem það tekur mig, íbúa í Hafnarfirði, að ferðast til og frá skóla með almenningssamgöngum eru tæplega þrjár klukkustundir á dag. Foreldrar með börn á leikskóla, aðilar í vinnu og fjölmargir aðrir geta ekki nýtt sér núverandi strætókerfi til að sinna skyldum sínum, þó svo að U-passinn sé ódýr. U-passinn aðstoðar þetta fólk ekki og er því ekki raunhæf lausn. Umbætur fyrir alla stúdenta Það er ekki forsvaranlegt að félag, sem hefur þann eina tilgang að berjast fyrir hagsmunum stúdenta, í lagi að leggja aukinn kostnað á stúdenta, þó svo að örlítið mótframlag fáist fyrir. Hægt er að líkja þessu við að minnka skammtastærðir allra fanga í fangelsi gegn því að ákveðinn hópur þeirra fái meiri sósu. Stúdentahreyfingarnar eiga að berjast fyrir því besta fyrir stúdenta og umræðan á að vera hávær. Þess vegna viljum við í Vöku ekki sætta okkur við U-passann sem er bara hörð, gömul brauðsneið þegar við eigum að vera að berjast fyrir því að fá alvöru mat á diskinn. Hugsum í nútíðinni Borgarlínan, verði hún að veruleika, mun vera til hagsbóta fyrir stúdenta þegar hún kemur. Ég ætla að fá að endurtaka mig þegar ég segi að við í Vöku erum ekki á móti bættum almenningssamgöngum, þvert á móti styðjum við þær. Við erum þó mótfallin því að láta stúdenta borga meira núna vegna þess að einhvern tímann í framtíðinni verður þjónustan bætt fyrir nokkra. Ástæða gjaldskyldunnar er ekki að byggja eigi bílastæðahús eða auka þjónustu, heldur er verið að rukka fyrir lélegt malarbílastæði og taka pening af stúdentum. Þó svo að U-passinn yrði tekinn í gagnið samhliða gjaldskyldu á malarbílastæðunum, við Háskólabíó og Þjóðarbókhlöðu, myndu samgöngumátar, sem standa háskólanemum til boða, ekki skána. Það eru því mikil vonbrigði að SHÍ skuli ekki vilja setja sig opinberlega upp á móti því að hækka kostnað á stúdenta þar sem við héldum að við værum öll saman í baráttunni fyrir bættum kjörum allra stúdenta. Mögulega er svo ekki, en vonandi mun þeim snúast hugur. Við ætlumst til þess að þeir fulltrúar sem kjörnir eru til þess að berjast fyrir hagsmunum stúdenta blindist ekki af pólítísku landslagi í landspólitíkinni eða skoðunum stjórnmálaafla utan háskólans. Stúdentapólitíkin á að snúast um bætta stöðu stúdenta og gjaldskylda gengur þvert á það markmið. Vaka berst fyrir hagsmunum stúdenta Á meðan við í Vöku berjumst fyrir stúdenta viljum við hafa stórar hugmyndir sem raunverulega snerta nemendur og vera róttæk í okkar baráttu. Við viljum fleiri hjólastíga, fleiri fallegar gönguleiðir og bætta þjónustu. Við viljum að allir geti stundað nám við háskólann, óháð búsetu eða stöðu að nokkru leyti. Okkur finnst við ekki biðja um of mikið. Stefna Vöku er skýr, setjum háskólanema í fyrsta sætið og hagsmuni þeirra. Bætum samgöngur við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun