Fjallið, dýrin og framtíðin Pétur Heimisson skrifar 15. mars 2023 08:01 Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Pétur Heimisson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun