Jæja, er þetta ekki bara orðið gott? Haraldur Freyr Gíslason skrifar 23. mars 2023 12:30 Síðasta haust þegar fyrsta bylgja mótmæla foreldra í Ráðhúsinu var í gangi ritaði ég grein. Hún á jafn vel við í dag og fyrir nokkrum mánuðum síðan. Stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru þó að sumir myndu segja að ég sé bara með sigg á hjartanu. Staðreyndin er þessi, öll heimsins mótmæli foreldra í Ráðhúsinu munu ekki ráðast að rót vandans, sem er að það þarf að fjölga kennurum með leyfisbréf í leikskólum landsins ef hann á að geta staðið undir lögbundnu hlutverki sínu. Eins og kemur skýrt fram í lögunum er hlutverk leikskólans að tryggja börnum gæða menntun, uppeldi og umönnun sem tekur mið af aldri þeirra og þroska. Það er alveg skýrt og hafið yfir allan vafa að „þjónustuhlutverk“ leikskóla er ekki annað en nákvæmlega þetta. Það er alveg hægt að skilja reiði yfir loforðum sem ekki hafa verið uppfyllt. Ég vona að þeir flokkar í sveitarfélögum landsins sem bera ábyrgð á þessum óuppfylltu loforðum um leikskólapláss, læri af þeim mistökum. Þú lagar hins vegar ekki þau mistök með að gera fleiri mistök. Sveitarfélögin í landinu verða að sammælast um að hægja á vexti leikskólastigsins og stíga skref til baka. Það þarf að kæla kerfið þannig að nýliðun nái að auka hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum landsins. Þær tillögur að lausnum frá fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, sem komu fram í Kastljósinu síðastliðinn mánudag, eru sumar varla svaraverðar. Foreldrareknir og sjálfstætt starfandi leikskólar þurfa að fylgja nákvæmlega sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélögin. Þeir framleiða ekki leikskólakennara úr engu og hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 7% lægra en hjá skólum reknum af sveitarfélögunum. Ég kalla eftir ábyrgri umræðu um leikskólamál frá pólitískt kjörnum fulltrúum en ekki upphrópunum og innpakkaðri froðu um „skyndibita“ stækkun kerfisins sem leysir engan vanda og mun bara gera starfsaðstæður kennara og barna í leikskólum verri. Það er staðreynd að það eru jákvæð teikn á lofti varðandi fjölgun leikskólakennara. Samkvæmt tölum frá HÍ hefur verið umtalsverð fjölgun í leikskólakennaranáminu undanfarin ár og mjög stór hópur útskrifaðist vorið 2022. Það eru í raun tvær breytur sem munu ráðast að rót vandans og fjölga kennurum með leyfisbréf enn frekar. Laun og starfsaðstæður. Borgarfulltrúi í meirihluta í Reykjavík reyndi að færa rök fyrir því að ákvæði um að 2/3 þeirra sem starfa við uppeldi og menntun í leikskóla eigi að hafa leyfisbréf kennara sé einhvern veginn að þvælast fyrir að hægt sé að fjölga kennurum. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að síðast þegar samtal var um lögin með hagaðilum, börðust sveitarfélögin hart fyrir því að reyna að taka út ákvæði um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun þurfi að hafa leyfisbréf. Leikskólakennarar munu aldrei sætta sig við að reglan um 2/3 verði numin á brott úr lögunum. Ef það myndi gerast veit ég fyrir víst að stéttin myndi yfirgefa starfsvettvanginn daginn eftir. Það er hins vegar alveg rétt að við lenginguna á kennaranáminu í leik-, grunn- og framhaldsskólum féll aðsókn í námið tímabundið. Það eru samt 15 ár síðan og við erum fyrir löngu búin að ná aðsókn inn í námið á þann stað sem hún var fyrir lagabreytinguna 2008 eins og borgarfulltrúinn reyndar benti á. Samt heyrum við enn sönginn um að lækka þurfi menntunarkröfu kennara í leikskólum. Það er rangt hjá umræddum borgarfulltrúa að breytingin á lögum 95/2019 hafi leitt til þess að flæði kennara á milli skólastiga hafi aukist leikskólakennurum í óhag. Hið rétta er að á önn minnkaði flæðið um að meðaltali 10.5 félagsmenn leikskólastiginu í óhag við breytingarnar 2019. Þökkum við það helst þeim breytingum sem gerðar voru í kjarasamningum 2020. Flæði kennara milli leik- og grunnskóla er búið að vera leikskólastiginu í óhag svo lengi sem elsta fólk man og eitt leyfisbréf hefur enn sem komið er ekki aukið á þann vanda. Það er samt alveg þannig að leikskólastigið þolir ekki fleiri ár af ójöfnu flæði kennara á milli skólastiga. Það er aðeins ein leið til að að jafna flæði kennara á milli skólastiga. Ólíkur starfstími hefur verið helsta ástæða þess hvers vegna flæðið á milli skólastiganna er kennurum á leikskólastiginu í óhag. Í kjarasamningum 2022 var samið um sérstakt fylgiskjal um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Með því meðal annars gefst sveitarfélögum gott tækifæri til að samræma starfstíma í leik- og grunnskólum. Staðreyndin er samt sú að Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið sem, enn sem komið er, hefur samræmt skólaárið á milli leik- og grunnskólans. Það gæti því hæglega gerst að kjósi kennarar á höfuðborgarsvæðinu slíkar starfsaðstæður að þeir velji að starfa þar. Hafnarfjörður myndi örugglega taka vel á móti þeim. Kennarar eru nefnilega ekki tré sem skjóta rótum á einum stað. Það er ekki með neinum haldbærum rökum hægt að segja að í undanförnum kjarasamningum hafi ekki verið stigin stór skref í að gera leikskólakennarastéttina samkeppnishæfari við aðra sérfræðinga í launum. Það er bara staðreynd. Það eru samt nær allir sammála því að það verði að meta menntun enn betur til launa. Nema mögulega sveitarfélögin sjálf þar sem umboðið sem þau veita til þess er stundum mjög takmarkað. Svo kvarta þau yfir því að þau fái ekki kennara með leyfisbréf til starfa. Það er eitthvað verulega öfugsnúið hér. Hér má sjá dæmi um laun kennara með leyfisbréf: Leikskólakennari með enga starfsreynslu 604.918 kr. Byrjunarlaun. Byrjandi í dag er með meistarapróf. Leikskólakennari með 20 ára starfsreynslu 705.256 kr. Deildarstjóri með enga starfsreynslu 655.503 kr. Deildarstjóri með 20 ára starfsreynslu 761.948 kr. Starfsreynsla sem ófaglærður starfsmaður í leikskóla er metin á kjarasamning FL/KÍ. Svo má finna laun alls staðar þarna á milli eftir mismunandi starfsreynslu, framhaldsmenntun og starfsheitum. Eins má finna hærri laun ef kennari með leyfisbréf er með 150-240 ECTS einingar umfram B.ed próf eða sambærilegt bakkalárpróf. Eins má finna lægri laun ef einstaklingar eru ekki með leyfisbréf til kennslu. Næsta skref til að gera laun kennara enn samanburðarhæfari við sérfræðinga er jöfnun launa á milli markaða. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að laun sérfræðinga í fræðslustarfsemi eru umtalsvert lægri en laun annarra hópa sérfræðinga. Sérstaklega á það við þegar samanburðurinn er gerður við laun sérfræðinga á almennum markaði. Það er komið að þeirri stundu að markviss skref verði stigin til að efna þetta loforð. Það mál verður hins vegar ekki leyst í þessari grein eða opinberri umræðu heldur við samningaborðið. Þar eru það sveitarfélögin sjálf sem veita umboð til þess. Þau sömu og kvarta yfir því að þau fái ekki kennara til starfa í leikskólum landsins. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Haraldur F. Gíslason Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta haust þegar fyrsta bylgja mótmæla foreldra í Ráðhúsinu var í gangi ritaði ég grein. Hún á jafn vel við í dag og fyrir nokkrum mánuðum síðan. Stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru þó að sumir myndu segja að ég sé bara með sigg á hjartanu. Staðreyndin er þessi, öll heimsins mótmæli foreldra í Ráðhúsinu munu ekki ráðast að rót vandans, sem er að það þarf að fjölga kennurum með leyfisbréf í leikskólum landsins ef hann á að geta staðið undir lögbundnu hlutverki sínu. Eins og kemur skýrt fram í lögunum er hlutverk leikskólans að tryggja börnum gæða menntun, uppeldi og umönnun sem tekur mið af aldri þeirra og þroska. Það er alveg skýrt og hafið yfir allan vafa að „þjónustuhlutverk“ leikskóla er ekki annað en nákvæmlega þetta. Það er alveg hægt að skilja reiði yfir loforðum sem ekki hafa verið uppfyllt. Ég vona að þeir flokkar í sveitarfélögum landsins sem bera ábyrgð á þessum óuppfylltu loforðum um leikskólapláss, læri af þeim mistökum. Þú lagar hins vegar ekki þau mistök með að gera fleiri mistök. Sveitarfélögin í landinu verða að sammælast um að hægja á vexti leikskólastigsins og stíga skref til baka. Það þarf að kæla kerfið þannig að nýliðun nái að auka hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum landsins. Þær tillögur að lausnum frá fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, sem komu fram í Kastljósinu síðastliðinn mánudag, eru sumar varla svaraverðar. Foreldrareknir og sjálfstætt starfandi leikskólar þurfa að fylgja nákvæmlega sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélögin. Þeir framleiða ekki leikskólakennara úr engu og hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 7% lægra en hjá skólum reknum af sveitarfélögunum. Ég kalla eftir ábyrgri umræðu um leikskólamál frá pólitískt kjörnum fulltrúum en ekki upphrópunum og innpakkaðri froðu um „skyndibita“ stækkun kerfisins sem leysir engan vanda og mun bara gera starfsaðstæður kennara og barna í leikskólum verri. Það er staðreynd að það eru jákvæð teikn á lofti varðandi fjölgun leikskólakennara. Samkvæmt tölum frá HÍ hefur verið umtalsverð fjölgun í leikskólakennaranáminu undanfarin ár og mjög stór hópur útskrifaðist vorið 2022. Það eru í raun tvær breytur sem munu ráðast að rót vandans og fjölga kennurum með leyfisbréf enn frekar. Laun og starfsaðstæður. Borgarfulltrúi í meirihluta í Reykjavík reyndi að færa rök fyrir því að ákvæði um að 2/3 þeirra sem starfa við uppeldi og menntun í leikskóla eigi að hafa leyfisbréf kennara sé einhvern veginn að þvælast fyrir að hægt sé að fjölga kennurum. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að síðast þegar samtal var um lögin með hagaðilum, börðust sveitarfélögin hart fyrir því að reyna að taka út ákvæði um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun þurfi að hafa leyfisbréf. Leikskólakennarar munu aldrei sætta sig við að reglan um 2/3 verði numin á brott úr lögunum. Ef það myndi gerast veit ég fyrir víst að stéttin myndi yfirgefa starfsvettvanginn daginn eftir. Það er hins vegar alveg rétt að við lenginguna á kennaranáminu í leik-, grunn- og framhaldsskólum féll aðsókn í námið tímabundið. Það eru samt 15 ár síðan og við erum fyrir löngu búin að ná aðsókn inn í námið á þann stað sem hún var fyrir lagabreytinguna 2008 eins og borgarfulltrúinn reyndar benti á. Samt heyrum við enn sönginn um að lækka þurfi menntunarkröfu kennara í leikskólum. Það er rangt hjá umræddum borgarfulltrúa að breytingin á lögum 95/2019 hafi leitt til þess að flæði kennara á milli skólastiga hafi aukist leikskólakennurum í óhag. Hið rétta er að á önn minnkaði flæðið um að meðaltali 10.5 félagsmenn leikskólastiginu í óhag við breytingarnar 2019. Þökkum við það helst þeim breytingum sem gerðar voru í kjarasamningum 2020. Flæði kennara milli leik- og grunnskóla er búið að vera leikskólastiginu í óhag svo lengi sem elsta fólk man og eitt leyfisbréf hefur enn sem komið er ekki aukið á þann vanda. Það er samt alveg þannig að leikskólastigið þolir ekki fleiri ár af ójöfnu flæði kennara á milli skólastiga. Það er aðeins ein leið til að að jafna flæði kennara á milli skólastiga. Ólíkur starfstími hefur verið helsta ástæða þess hvers vegna flæðið á milli skólastiganna er kennurum á leikskólastiginu í óhag. Í kjarasamningum 2022 var samið um sérstakt fylgiskjal um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Með því meðal annars gefst sveitarfélögum gott tækifæri til að samræma starfstíma í leik- og grunnskólum. Staðreyndin er samt sú að Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið sem, enn sem komið er, hefur samræmt skólaárið á milli leik- og grunnskólans. Það gæti því hæglega gerst að kjósi kennarar á höfuðborgarsvæðinu slíkar starfsaðstæður að þeir velji að starfa þar. Hafnarfjörður myndi örugglega taka vel á móti þeim. Kennarar eru nefnilega ekki tré sem skjóta rótum á einum stað. Það er ekki með neinum haldbærum rökum hægt að segja að í undanförnum kjarasamningum hafi ekki verið stigin stór skref í að gera leikskólakennarastéttina samkeppnishæfari við aðra sérfræðinga í launum. Það er bara staðreynd. Það eru samt nær allir sammála því að það verði að meta menntun enn betur til launa. Nema mögulega sveitarfélögin sjálf þar sem umboðið sem þau veita til þess er stundum mjög takmarkað. Svo kvarta þau yfir því að þau fái ekki kennara með leyfisbréf til starfa. Það er eitthvað verulega öfugsnúið hér. Hér má sjá dæmi um laun kennara með leyfisbréf: Leikskólakennari með enga starfsreynslu 604.918 kr. Byrjunarlaun. Byrjandi í dag er með meistarapróf. Leikskólakennari með 20 ára starfsreynslu 705.256 kr. Deildarstjóri með enga starfsreynslu 655.503 kr. Deildarstjóri með 20 ára starfsreynslu 761.948 kr. Starfsreynsla sem ófaglærður starfsmaður í leikskóla er metin á kjarasamning FL/KÍ. Svo má finna laun alls staðar þarna á milli eftir mismunandi starfsreynslu, framhaldsmenntun og starfsheitum. Eins má finna hærri laun ef kennari með leyfisbréf er með 150-240 ECTS einingar umfram B.ed próf eða sambærilegt bakkalárpróf. Eins má finna lægri laun ef einstaklingar eru ekki með leyfisbréf til kennslu. Næsta skref til að gera laun kennara enn samanburðarhæfari við sérfræðinga er jöfnun launa á milli markaða. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að laun sérfræðinga í fræðslustarfsemi eru umtalsvert lægri en laun annarra hópa sérfræðinga. Sérstaklega á það við þegar samanburðurinn er gerður við laun sérfræðinga á almennum markaði. Það er komið að þeirri stundu að markviss skref verði stigin til að efna þetta loforð. Það mál verður hins vegar ekki leyst í þessari grein eða opinberri umræðu heldur við samningaborðið. Þar eru það sveitarfélögin sjálf sem veita umboð til þess. Þau sömu og kvarta yfir því að þau fái ekki kennara til starfa í leikskólum landsins. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun