Villa með sigur á Brúnni og vandræði Chelsea aukast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2023 18:30 Unai Emery er að gera góða hluti með Aston Villa. EPA-EFE/Tolga Akmen Aston Villa vann frábæran 2-0 útisigur á Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Heimamenn í Chelsea spiluðu raunar ágætlega mestmegnis af leiknum, ef frá er talin spilamennska þeirra í vítateigunum tveimur. Enn og aftur fór það svo að lærisveinar Graham Potter unnu xG (vænt mörk) bardagann en það skilaði því miður engu að þessu sinni. Þegar leiknum lauk var Chelsea búið að vera 69 prósent með boltann, eiga 27 skot, þar af 8 á markið og með xG upp á 2.25 mörk. Á sama tíma hafði Aston Villa verið með boltann 31 prósent af leiknum, átt fimm skot, þar af tvö á markið og með xG upp á 0.88 mörk. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Aston Villa skoraði úr báðum sínum skotum á markið. Ollie Watkins skoraði það fyrra á 18. mínútu og John McGinn það seinna þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Það er það eina sem skiptir máli og Aston Villa vann því frábæran 2-0 útisigur. Aston Villa's league form under Unai Emery:WWLWDWWLLLWWDWWThey've scored in every single game under the Spaniard. pic.twitter.com/DxenH2QNKe— Squawka (@Squawka) April 1, 2023 Aston Villa er í 9. sæti með 41 stig að loknum 28 leikjum á meðan Chelsea er í 11. sæti með 38 stig eftir jafn marga leiki. Enski boltinn Fótbolti
Aston Villa vann frábæran 2-0 útisigur á Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Heimamenn í Chelsea spiluðu raunar ágætlega mestmegnis af leiknum, ef frá er talin spilamennska þeirra í vítateigunum tveimur. Enn og aftur fór það svo að lærisveinar Graham Potter unnu xG (vænt mörk) bardagann en það skilaði því miður engu að þessu sinni. Þegar leiknum lauk var Chelsea búið að vera 69 prósent með boltann, eiga 27 skot, þar af 8 á markið og með xG upp á 2.25 mörk. Á sama tíma hafði Aston Villa verið með boltann 31 prósent af leiknum, átt fimm skot, þar af tvö á markið og með xG upp á 0.88 mörk. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Aston Villa skoraði úr báðum sínum skotum á markið. Ollie Watkins skoraði það fyrra á 18. mínútu og John McGinn það seinna þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Það er það eina sem skiptir máli og Aston Villa vann því frábæran 2-0 útisigur. Aston Villa's league form under Unai Emery:WWLWDWWLLLWWDWWThey've scored in every single game under the Spaniard. pic.twitter.com/DxenH2QNKe— Squawka (@Squawka) April 1, 2023 Aston Villa er í 9. sæti með 41 stig að loknum 28 leikjum á meðan Chelsea er í 11. sæti með 38 stig eftir jafn marga leiki.