Opið bréf til ráðherra og alþingismanna Karen Jónsdóttir, Eygló Björk Ólafsdóttir, Oddný Anna Björnsdóttir og Ólafur Stephensen skrifa 25. apríl 2023 15:31 Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Öllum má það vera ljóst þegar fyrirtæki er stofnað að því fylgi ákveðin áhætta og felst áhættan aðallega í því að ekki sé hægt að innheimta skuld sem búið er að stofna og verður því töpuð krafa. Þegar stofnað er til viðskipta ávinnst traust í gegnum árin og þetta traust myndar góð viðskiptatengsl sem yfirleitt eru gagnkvæm. Traustið felst meðal annars í því að fyrirtæki í viðskiptum aðstoða hvert annað í hremmingum en það er ætíð beggja hagur. Greiðslufrestir, sem veittir eru til að greiða fyrir viðskiptum, byggjast sömuleiðis á slíku trausti. Undirrituð hvetja dómsmálaráðherra og Alþingi til að beita sér fyrir breytingum á 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 en ákvæðið í núgildandi mynd auðveldar fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Samkvæmt ákvæðinu verður söluveð ekki stofnað í hlutum sem ætlaðir eru til endursölu þótt kaupverðið hafi ekki verið greitt. Ákvæðið kemur í veg fyrir að innflytjendur og heildsalar geti gert eignarréttarfyrirvara vegna vara sem ætlaðar eru til endursölu. Þetta grefur undan því viðskiptatrausti sem flestir vilja varðveita og auðveldar rekstraraðilum að setja fyrirtæki í þrot og byrja upp á nýtt á nýrri kennitölu. Greinin getur virkað á þann hátt að allar vörur sem eru til staðar í fyrirtækinu þegar það fer í þrot verða sjálfkrafa eign þrotabúsins hvort sem greitt hefur verið fyrir þær eður ei, þ.e vörur sem eru í raun eign birgja renna sjálfkrafa til þrotabúsins þar sem lánastofnun hefur allsherjarveð í þeim. Þessar vörur eru síðan seldar og tekjurnar nýttar til að greiða forgangskröfur. Birgjar eru síðastir í forgangsröðinni og fá sjaldnast nokkuð upp í sitt tjón. Birgjar eru stórar heildsölur, litlar heildsölur, smáframleiðendur og einyrkjar. Við skorum á Alþingi að breyta þessari reglu á þann hátt að birgjar geti sett eignarréttarfyrirvara varðandi vörur sem ekki hafa verið greiddar og þannig gengið að þeim í þrotabúum. Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic Eygló Björk Ólafsdóttir formaður VOR (Verndun og ræktun) - Félags um lífræna ræktun og framleiðslu Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldþrot Ólafur Stephensen Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Öllum má það vera ljóst þegar fyrirtæki er stofnað að því fylgi ákveðin áhætta og felst áhættan aðallega í því að ekki sé hægt að innheimta skuld sem búið er að stofna og verður því töpuð krafa. Þegar stofnað er til viðskipta ávinnst traust í gegnum árin og þetta traust myndar góð viðskiptatengsl sem yfirleitt eru gagnkvæm. Traustið felst meðal annars í því að fyrirtæki í viðskiptum aðstoða hvert annað í hremmingum en það er ætíð beggja hagur. Greiðslufrestir, sem veittir eru til að greiða fyrir viðskiptum, byggjast sömuleiðis á slíku trausti. Undirrituð hvetja dómsmálaráðherra og Alþingi til að beita sér fyrir breytingum á 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 en ákvæðið í núgildandi mynd auðveldar fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Samkvæmt ákvæðinu verður söluveð ekki stofnað í hlutum sem ætlaðir eru til endursölu þótt kaupverðið hafi ekki verið greitt. Ákvæðið kemur í veg fyrir að innflytjendur og heildsalar geti gert eignarréttarfyrirvara vegna vara sem ætlaðar eru til endursölu. Þetta grefur undan því viðskiptatrausti sem flestir vilja varðveita og auðveldar rekstraraðilum að setja fyrirtæki í þrot og byrja upp á nýtt á nýrri kennitölu. Greinin getur virkað á þann hátt að allar vörur sem eru til staðar í fyrirtækinu þegar það fer í þrot verða sjálfkrafa eign þrotabúsins hvort sem greitt hefur verið fyrir þær eður ei, þ.e vörur sem eru í raun eign birgja renna sjálfkrafa til þrotabúsins þar sem lánastofnun hefur allsherjarveð í þeim. Þessar vörur eru síðan seldar og tekjurnar nýttar til að greiða forgangskröfur. Birgjar eru síðastir í forgangsröðinni og fá sjaldnast nokkuð upp í sitt tjón. Birgjar eru stórar heildsölur, litlar heildsölur, smáframleiðendur og einyrkjar. Við skorum á Alþingi að breyta þessari reglu á þann hátt að birgjar geti sett eignarréttarfyrirvara varðandi vörur sem ekki hafa verið greiddar og þannig gengið að þeim í þrotabúum. Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic Eygló Björk Ólafsdóttir formaður VOR (Verndun og ræktun) - Félags um lífræna ræktun og framleiðslu Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun