Ætla Íslendingar að fórna sínum laxastofnum? Armin Weinbrenner og Stefan Ludwig skrifa 27. apríl 2023 12:01 Þýskaland horfir nú til baka á langa sögu vatnsfallsvirkjana sem aðferð við raforkuframleiðslu. Á miðöldum var farið að reisa viðar-vatnsmyllur og þá byrjaði sú þróun að hindra rennsli vatnfalla og skipta þeim upp. Í dag eru í Þýskalandi 7.800 vatnsfallsvirkjanir sem hafa breytt fornum fljótum í stöðnuð og ónáttúruleg vatnsföll. Tegundum og fjölbreytni tegunda í þessum vatnsföllum hefur fækkað mikið. Sem dæmi var áin Rín áður fyrr með einn stærsta laxastofn í heimi, áætlaður um 100 milljónir fiska. Þetta var á 13. öld. Frá 13. öld fram á 20. öld tókst vatnsmyllunum að minnka þann stofn um 99,9%. Í dag heldur virkjanaiðnaðurinn því fram að til séu tæknilegar lausnir sem koma í veg fyrir áhrif virkjana á fiskistofna. Það er lygi. Í Þýskalandi höfum við þurft að læra það á erfiðan hátt að vatnsfallsvirkjanir og laxastofnar fara einfaldlega ekki saman og að viðskiptahagsmunir og verndun náttúru fara oftast ekki saman. Á hinn bóginn er gríðarlegt magn af vísindarannsóknum sem sýna fram á skaðann sem vatnsfallsvirkjanir valda villtum fiskum. Við erum sífellt að safna saman rannsóknum og niðursöðum um málefnið, og niðurstöðurnar eru skýrar: Það er annaðhvort fiskur eða vatnsfallsvirkjun – Aldrei bæði! Hegðun fiska er mun flóknari en virkjanafyrirtæki telja okkur trú um. Fiskar gera ekki alltaf það sem er sýnt í bæklingum og power point kynningum. Í þýsku ánni Sieg, sem er hliðará Rín, er verið að reyna að koma aftur á fót sjálfbærum laxastofni. Í ánni er vatnsfallsvirkjun með fullkomnasta tæknibúnað sem völ er á, með það að markmiði að villtir fiskistofnar komist sínar leiðir. Óháð vísindarannsókn rannsakaði hvernig seiðum gekk að fikra sig niður ána. Gerður var samanburður á áhrifasvæði vatnsfallsvirkjunarinnar og svæði þar sem áin fékk að renna óhindruð. Niðurstöður voru þær að afföll seiða voru 17% meiri í uppistöðulóninu, síðan 13% þar að auki sem drápust í virkjuninni sjálfri, jafnvel þó að ekkert seiði færi inn í túrbínurnar vegna þess að 10mm hlíf kom í veg fyrir það. Þannig að 30% fleiri seiði drápust út af virkjuninni á áhrifasvæði hennar. Virkjanafyrirtæki hefðu kallað þessa staðsetningu fullkomnlega örugga fyrir seiði vegna þeirra miklu tækni sem verið er að notast við. Önnur rannsókn frá 2022 tók saman gögn allstaðar af úr heiminum um afföll seiða í túrbínum. Niðurstöður voru þær að 22,3% seiða drápust vegna túrbína á leið sinni niður á, þar sem búið var að setja upp vatnsfallsvirkjun. Fyrir fiska sem eru að synda upp ána er ein regla. Fiskar leita alltaf að aðal straumnum og velja sína leið eftir því. Fyrirhuguð Hvammsvirkjun og útfall hennar mun mynda botnlanga sem stoppar fiska á leið sinni upp ána, vegna þess að straumurinn úr útfallinu er mun meiri en í kvíslinni sem fiskarnir „eiga“ að synda upp. Fiskarnir munu festast þar í langan tíma, jafnvel munu þeir ekki rata upp á endanum. Það er augljóst að virkjunin mun hafa gríðarlega neikvæð áhrif á stærsta laxastofn Íslands. Við getum aðeins biðlað til ykkar að gera ekki sömu mistök og hafa verið gerð hér í Þýskalandi. Verndið þá stórkostlegu náttúru sem Ísland hefur upp á að bjóða og ekki fórna því sem tilheyrir öllum Íslendingum fyrir hagsmuni fárra. Þetta er í ykkar höndum, ekki leyfa Hvammsvirkjun að verða að veruleika. Höfundar eru Stefan Ludwig og Armin Weinbrenner frá Wanderfische Ohne Grenzen (NASF í Þýskalandi). Ludwig er stofnmeðlimur NASF Germany, umhverfissinni og starfar í upplýsingatækni og Weinbrenner lærði landbúnaðarverkfræði með sérhæfingu í fiskalíffræði við Tækniháskólann í München (TUM) og er stofnmeðlimur í NASF Germany og umhverfissinni. Are Icelanders going to sacrifice their salmon stocks? Germany is looking back on a long history of hydropower as a source of energy for human use. Starting from early medieval times when wooden watermills started to fragment the rivers until today where 7.800 hydropower installations turn the former rivers into stagnant and distorted waters with a dramatically reduced spectrum of species and number of fish living there. River Rhine for example homed one of the largest stocks of Atlantic Salmon with an estimated number of 100 mio adult fish migrating up the River every year. That was in the 13th century. Until 1900 the watermills brought that stock down by 99,9 %. Today hydropower industry tells us that there are technical solutions to prevent the deadly effects of dams and turbines on fish populations. That is a lie. A painful experience we Germans had to make is that hydropower plants don’t go together with abundant stocks of Wild Atlantic Salmon and commercial interest is a bad counsellor when it comes to preserve nature’s gifts. On the other hand there is an enormous amount of scientific results that show the huge damage done to fish by hydropower installations. We are constantly gathering whatever available as scientific studies on the issue of fish migration in connection with hydropower. The result is quite clear: It’s either fish or hydropower – never both! Fish behaviour is definitely far more complex than what hydropower constructors understand and want us to believe. Fish in most of the cases just don’t do what is shown in colourful leaflets and PowerPoint presentations. In the German River Sieg, a tributary to River Rhine, a reintroduction project is trying to re-establish a self-sustaining population of Atlantic Salmon. In that river there is a hydropower station equipped with the most sophisticated technical devices to ensure a safe passage for the migrating fish. An independent scientific study investigated downstream smolt migration at this location. They did a comparison between the area influenced by the hydropower facility and a stretch of the same river that is still free running They found an additional mortality of around 17% just in the reservoir. At the hydropower station itself another 13% were killed although not one fish entered the turbine due to the 10mm screen installed. So a total of 30% of smolts were killed due to the hydropower station. Hydropower companies would have called this location perfectly safe for fish due to the high class technical solutions installed. Another study from 2022 aggregated all worldwide available investigations on turbine mortality. The result was an average mortality of 22,3% of fish at every downstream passage of a turbine over all turbine types and fish species. For upstream migration there is one rule: fish will always orientate itselves towards where the strongest current comes from. Even the best installations are selective for one or another fish species. The planned Hvammsvirkjun dam will lock the upstream migrating fish in a dead end in the turbine tailrace channel. They will be trapped there for a long time if not completely. It is obvious that the planned dam will have a detrimental impact on what today is one of the largest remaining Atlantic Salmon stocks in Iceland. We can only implore you to not make the same mistakes Germany did. So please save your wonderful natural gifts and don’t surrender what belongs to all Icelanders to the commercial interest of a few. It is in your hands - don’t let this project become reality. Armin WeinbrennerStefan LudwigWanderfische ohne Grenzen e.V. – NASF Germany Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þýskaland horfir nú til baka á langa sögu vatnsfallsvirkjana sem aðferð við raforkuframleiðslu. Á miðöldum var farið að reisa viðar-vatnsmyllur og þá byrjaði sú þróun að hindra rennsli vatnfalla og skipta þeim upp. Í dag eru í Þýskalandi 7.800 vatnsfallsvirkjanir sem hafa breytt fornum fljótum í stöðnuð og ónáttúruleg vatnsföll. Tegundum og fjölbreytni tegunda í þessum vatnsföllum hefur fækkað mikið. Sem dæmi var áin Rín áður fyrr með einn stærsta laxastofn í heimi, áætlaður um 100 milljónir fiska. Þetta var á 13. öld. Frá 13. öld fram á 20. öld tókst vatnsmyllunum að minnka þann stofn um 99,9%. Í dag heldur virkjanaiðnaðurinn því fram að til séu tæknilegar lausnir sem koma í veg fyrir áhrif virkjana á fiskistofna. Það er lygi. Í Þýskalandi höfum við þurft að læra það á erfiðan hátt að vatnsfallsvirkjanir og laxastofnar fara einfaldlega ekki saman og að viðskiptahagsmunir og verndun náttúru fara oftast ekki saman. Á hinn bóginn er gríðarlegt magn af vísindarannsóknum sem sýna fram á skaðann sem vatnsfallsvirkjanir valda villtum fiskum. Við erum sífellt að safna saman rannsóknum og niðursöðum um málefnið, og niðurstöðurnar eru skýrar: Það er annaðhvort fiskur eða vatnsfallsvirkjun – Aldrei bæði! Hegðun fiska er mun flóknari en virkjanafyrirtæki telja okkur trú um. Fiskar gera ekki alltaf það sem er sýnt í bæklingum og power point kynningum. Í þýsku ánni Sieg, sem er hliðará Rín, er verið að reyna að koma aftur á fót sjálfbærum laxastofni. Í ánni er vatnsfallsvirkjun með fullkomnasta tæknibúnað sem völ er á, með það að markmiði að villtir fiskistofnar komist sínar leiðir. Óháð vísindarannsókn rannsakaði hvernig seiðum gekk að fikra sig niður ána. Gerður var samanburður á áhrifasvæði vatnsfallsvirkjunarinnar og svæði þar sem áin fékk að renna óhindruð. Niðurstöður voru þær að afföll seiða voru 17% meiri í uppistöðulóninu, síðan 13% þar að auki sem drápust í virkjuninni sjálfri, jafnvel þó að ekkert seiði færi inn í túrbínurnar vegna þess að 10mm hlíf kom í veg fyrir það. Þannig að 30% fleiri seiði drápust út af virkjuninni á áhrifasvæði hennar. Virkjanafyrirtæki hefðu kallað þessa staðsetningu fullkomnlega örugga fyrir seiði vegna þeirra miklu tækni sem verið er að notast við. Önnur rannsókn frá 2022 tók saman gögn allstaðar af úr heiminum um afföll seiða í túrbínum. Niðurstöður voru þær að 22,3% seiða drápust vegna túrbína á leið sinni niður á, þar sem búið var að setja upp vatnsfallsvirkjun. Fyrir fiska sem eru að synda upp ána er ein regla. Fiskar leita alltaf að aðal straumnum og velja sína leið eftir því. Fyrirhuguð Hvammsvirkjun og útfall hennar mun mynda botnlanga sem stoppar fiska á leið sinni upp ána, vegna þess að straumurinn úr útfallinu er mun meiri en í kvíslinni sem fiskarnir „eiga“ að synda upp. Fiskarnir munu festast þar í langan tíma, jafnvel munu þeir ekki rata upp á endanum. Það er augljóst að virkjunin mun hafa gríðarlega neikvæð áhrif á stærsta laxastofn Íslands. Við getum aðeins biðlað til ykkar að gera ekki sömu mistök og hafa verið gerð hér í Þýskalandi. Verndið þá stórkostlegu náttúru sem Ísland hefur upp á að bjóða og ekki fórna því sem tilheyrir öllum Íslendingum fyrir hagsmuni fárra. Þetta er í ykkar höndum, ekki leyfa Hvammsvirkjun að verða að veruleika. Höfundar eru Stefan Ludwig og Armin Weinbrenner frá Wanderfische Ohne Grenzen (NASF í Þýskalandi). Ludwig er stofnmeðlimur NASF Germany, umhverfissinni og starfar í upplýsingatækni og Weinbrenner lærði landbúnaðarverkfræði með sérhæfingu í fiskalíffræði við Tækniháskólann í München (TUM) og er stofnmeðlimur í NASF Germany og umhverfissinni. Are Icelanders going to sacrifice their salmon stocks? Germany is looking back on a long history of hydropower as a source of energy for human use. Starting from early medieval times when wooden watermills started to fragment the rivers until today where 7.800 hydropower installations turn the former rivers into stagnant and distorted waters with a dramatically reduced spectrum of species and number of fish living there. River Rhine for example homed one of the largest stocks of Atlantic Salmon with an estimated number of 100 mio adult fish migrating up the River every year. That was in the 13th century. Until 1900 the watermills brought that stock down by 99,9 %. Today hydropower industry tells us that there are technical solutions to prevent the deadly effects of dams and turbines on fish populations. That is a lie. A painful experience we Germans had to make is that hydropower plants don’t go together with abundant stocks of Wild Atlantic Salmon and commercial interest is a bad counsellor when it comes to preserve nature’s gifts. On the other hand there is an enormous amount of scientific results that show the huge damage done to fish by hydropower installations. We are constantly gathering whatever available as scientific studies on the issue of fish migration in connection with hydropower. The result is quite clear: It’s either fish or hydropower – never both! Fish behaviour is definitely far more complex than what hydropower constructors understand and want us to believe. Fish in most of the cases just don’t do what is shown in colourful leaflets and PowerPoint presentations. In the German River Sieg, a tributary to River Rhine, a reintroduction project is trying to re-establish a self-sustaining population of Atlantic Salmon. In that river there is a hydropower station equipped with the most sophisticated technical devices to ensure a safe passage for the migrating fish. An independent scientific study investigated downstream smolt migration at this location. They did a comparison between the area influenced by the hydropower facility and a stretch of the same river that is still free running They found an additional mortality of around 17% just in the reservoir. At the hydropower station itself another 13% were killed although not one fish entered the turbine due to the 10mm screen installed. So a total of 30% of smolts were killed due to the hydropower station. Hydropower companies would have called this location perfectly safe for fish due to the high class technical solutions installed. Another study from 2022 aggregated all worldwide available investigations on turbine mortality. The result was an average mortality of 22,3% of fish at every downstream passage of a turbine over all turbine types and fish species. For upstream migration there is one rule: fish will always orientate itselves towards where the strongest current comes from. Even the best installations are selective for one or another fish species. The planned Hvammsvirkjun dam will lock the upstream migrating fish in a dead end in the turbine tailrace channel. They will be trapped there for a long time if not completely. It is obvious that the planned dam will have a detrimental impact on what today is one of the largest remaining Atlantic Salmon stocks in Iceland. We can only implore you to not make the same mistakes Germany did. So please save your wonderful natural gifts and don’t surrender what belongs to all Icelanders to the commercial interest of a few. It is in your hands - don’t let this project become reality. Armin WeinbrennerStefan LudwigWanderfische ohne Grenzen e.V. – NASF Germany
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun