Kató gamli, tíminn og vatnið Pétur Heimisson skrifar 6. maí 2023 08:00 Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar. Þau reyndust frjór jarðvegur til að rækta sjálfa mennskuna. Til urðu Lungahátíð og -skóli, og alls konar sem fólk vill kíkja á, kynna sér og njóta. Yst í firðinum er náttúru- og menningarsetrið Skálanes, líka grasrótarafurð. Heimafólk hefur gert Seyðisfjörð að þekktum áfangastað innanlands og erlendis og Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, hefur skilað sér þangað. Norskur innrásarher á íslenskum gæðingum Blikur eru á lofti. Vellauðugt norskt laxeldisfólk ásælist meira og sýnist með aðstoð íslenskra samstarfsaðila ætla að hefja laxeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta íbúa. Kallast það ekki Græðgi? Samtímis veitir Ferðamálastofa hæsta styrk ársins, 157,6 milljónir, til að byggja glæsilegan hringlaga útsýnispall, Baug Bjólfs í fjallinu Bjólfi við Seyðisfjörð. Þetta til að öll fái notið útsýnis yfir fjörðinn, þar sem eldiskvíarnar verða að óbreyttu í brennidepli. Skyldi þess hafa verið getið í umsókn um styrk til verksins? Er Græðgin rétthærri en fólkið sem hefur gert Seyðisfjörð að því sem hann er og vill efla samfélag sitt enn frekar á sínum forsendum? Grafa sína gröf! ...og annarra? Um laxeldi við Íslandsstrendur virðist víða sátt í nærsamfélaginu. Það er vel og laxeldi í Berufirði, syðst í Múlaþingi, sýnist t.d. í góðri samfélagslegri sátt. Verði laxeldi hafið í Seyðisfirði, gegn vilja 75% Seyðfirðinga, finnst mér það gróf valdníðsla. Græðgin mun að óbreyttu uppskera vaxandi andstöðu við eldisáform í Seyðisfirði og líka við eldi þar sem nú ríkir um það sátt. Hvað það þýðir fyrir þær byggðir vil ég ekki hugsa til enda en beini því til Græðginnar sjálfrar hvort hún vill halda áfram að grafa sína eigin gröf og um leið kannski slíkra samfélaga. Við, andstæðingar laxeldis í Seyðisfirði, endurtökum okkur að hætti Kató gamla vitandi að þau vinna með okkur tíminn og vatnið, hvers dropar hola steininn. Saman snúum við almenningsálitinu gegn Græðginni. STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vinstri græn Fiskeldi Pétur Heimisson Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar. Þau reyndust frjór jarðvegur til að rækta sjálfa mennskuna. Til urðu Lungahátíð og -skóli, og alls konar sem fólk vill kíkja á, kynna sér og njóta. Yst í firðinum er náttúru- og menningarsetrið Skálanes, líka grasrótarafurð. Heimafólk hefur gert Seyðisfjörð að þekktum áfangastað innanlands og erlendis og Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, hefur skilað sér þangað. Norskur innrásarher á íslenskum gæðingum Blikur eru á lofti. Vellauðugt norskt laxeldisfólk ásælist meira og sýnist með aðstoð íslenskra samstarfsaðila ætla að hefja laxeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta íbúa. Kallast það ekki Græðgi? Samtímis veitir Ferðamálastofa hæsta styrk ársins, 157,6 milljónir, til að byggja glæsilegan hringlaga útsýnispall, Baug Bjólfs í fjallinu Bjólfi við Seyðisfjörð. Þetta til að öll fái notið útsýnis yfir fjörðinn, þar sem eldiskvíarnar verða að óbreyttu í brennidepli. Skyldi þess hafa verið getið í umsókn um styrk til verksins? Er Græðgin rétthærri en fólkið sem hefur gert Seyðisfjörð að því sem hann er og vill efla samfélag sitt enn frekar á sínum forsendum? Grafa sína gröf! ...og annarra? Um laxeldi við Íslandsstrendur virðist víða sátt í nærsamfélaginu. Það er vel og laxeldi í Berufirði, syðst í Múlaþingi, sýnist t.d. í góðri samfélagslegri sátt. Verði laxeldi hafið í Seyðisfirði, gegn vilja 75% Seyðfirðinga, finnst mér það gróf valdníðsla. Græðgin mun að óbreyttu uppskera vaxandi andstöðu við eldisáform í Seyðisfirði og líka við eldi þar sem nú ríkir um það sátt. Hvað það þýðir fyrir þær byggðir vil ég ekki hugsa til enda en beini því til Græðginnar sjálfrar hvort hún vill halda áfram að grafa sína eigin gröf og um leið kannski slíkra samfélaga. Við, andstæðingar laxeldis í Seyðisfirði, endurtökum okkur að hætti Kató gamla vitandi að þau vinna með okkur tíminn og vatnið, hvers dropar hola steininn. Saman snúum við almenningsálitinu gegn Græðginni. STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar