Kató gamli, tíminn og vatnið Pétur Heimisson skrifar 6. maí 2023 08:00 Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar. Þau reyndust frjór jarðvegur til að rækta sjálfa mennskuna. Til urðu Lungahátíð og -skóli, og alls konar sem fólk vill kíkja á, kynna sér og njóta. Yst í firðinum er náttúru- og menningarsetrið Skálanes, líka grasrótarafurð. Heimafólk hefur gert Seyðisfjörð að þekktum áfangastað innanlands og erlendis og Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, hefur skilað sér þangað. Norskur innrásarher á íslenskum gæðingum Blikur eru á lofti. Vellauðugt norskt laxeldisfólk ásælist meira og sýnist með aðstoð íslenskra samstarfsaðila ætla að hefja laxeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta íbúa. Kallast það ekki Græðgi? Samtímis veitir Ferðamálastofa hæsta styrk ársins, 157,6 milljónir, til að byggja glæsilegan hringlaga útsýnispall, Baug Bjólfs í fjallinu Bjólfi við Seyðisfjörð. Þetta til að öll fái notið útsýnis yfir fjörðinn, þar sem eldiskvíarnar verða að óbreyttu í brennidepli. Skyldi þess hafa verið getið í umsókn um styrk til verksins? Er Græðgin rétthærri en fólkið sem hefur gert Seyðisfjörð að því sem hann er og vill efla samfélag sitt enn frekar á sínum forsendum? Grafa sína gröf! ...og annarra? Um laxeldi við Íslandsstrendur virðist víða sátt í nærsamfélaginu. Það er vel og laxeldi í Berufirði, syðst í Múlaþingi, sýnist t.d. í góðri samfélagslegri sátt. Verði laxeldi hafið í Seyðisfirði, gegn vilja 75% Seyðfirðinga, finnst mér það gróf valdníðsla. Græðgin mun að óbreyttu uppskera vaxandi andstöðu við eldisáform í Seyðisfirði og líka við eldi þar sem nú ríkir um það sátt. Hvað það þýðir fyrir þær byggðir vil ég ekki hugsa til enda en beini því til Græðginnar sjálfrar hvort hún vill halda áfram að grafa sína eigin gröf og um leið kannski slíkra samfélaga. Við, andstæðingar laxeldis í Seyðisfirði, endurtökum okkur að hætti Kató gamla vitandi að þau vinna með okkur tíminn og vatnið, hvers dropar hola steininn. Saman snúum við almenningsálitinu gegn Græðginni. STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vinstri græn Fiskeldi Pétur Heimisson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar. Þau reyndust frjór jarðvegur til að rækta sjálfa mennskuna. Til urðu Lungahátíð og -skóli, og alls konar sem fólk vill kíkja á, kynna sér og njóta. Yst í firðinum er náttúru- og menningarsetrið Skálanes, líka grasrótarafurð. Heimafólk hefur gert Seyðisfjörð að þekktum áfangastað innanlands og erlendis og Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, hefur skilað sér þangað. Norskur innrásarher á íslenskum gæðingum Blikur eru á lofti. Vellauðugt norskt laxeldisfólk ásælist meira og sýnist með aðstoð íslenskra samstarfsaðila ætla að hefja laxeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta íbúa. Kallast það ekki Græðgi? Samtímis veitir Ferðamálastofa hæsta styrk ársins, 157,6 milljónir, til að byggja glæsilegan hringlaga útsýnispall, Baug Bjólfs í fjallinu Bjólfi við Seyðisfjörð. Þetta til að öll fái notið útsýnis yfir fjörðinn, þar sem eldiskvíarnar verða að óbreyttu í brennidepli. Skyldi þess hafa verið getið í umsókn um styrk til verksins? Er Græðgin rétthærri en fólkið sem hefur gert Seyðisfjörð að því sem hann er og vill efla samfélag sitt enn frekar á sínum forsendum? Grafa sína gröf! ...og annarra? Um laxeldi við Íslandsstrendur virðist víða sátt í nærsamfélaginu. Það er vel og laxeldi í Berufirði, syðst í Múlaþingi, sýnist t.d. í góðri samfélagslegri sátt. Verði laxeldi hafið í Seyðisfirði, gegn vilja 75% Seyðfirðinga, finnst mér það gróf valdníðsla. Græðgin mun að óbreyttu uppskera vaxandi andstöðu við eldisáform í Seyðisfirði og líka við eldi þar sem nú ríkir um það sátt. Hvað það þýðir fyrir þær byggðir vil ég ekki hugsa til enda en beini því til Græðginnar sjálfrar hvort hún vill halda áfram að grafa sína eigin gröf og um leið kannski slíkra samfélaga. Við, andstæðingar laxeldis í Seyðisfirði, endurtökum okkur að hætti Kató gamla vitandi að þau vinna með okkur tíminn og vatnið, hvers dropar hola steininn. Saman snúum við almenningsálitinu gegn Græðginni. STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun