Fótbolti

Sjáðu lætin í leikslok á Kópavogsvelli

Atli Arason skrifar
Menn takast á eftir leik.
Menn takast á eftir leik. Vísir/Hulda Margrét

Það sauð allt upp úr í leikslok á leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Leikmenn og þjálfarateymi Víkinga voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum en þeir vildu meina að leiktíminn hefði verið liðinn þegar Klæmint Olsen jafnaði metin fyrir Breiðablik með síðasta sparki leiksins. Bæði mörk Breiðabliks komu í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari flautaði leikinn af þá óðu leikmenn beggja liða í hvorn annan þangað til aðrir þurftu að skerast í leikinn og stía menn í sundur. Hófust lætin eftir að Logi Tómasson, leikmaður Víkings, hrinti Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, í jörðina en áður hafði Sölvi Geir Ottesen, einn af aðstoðarþjálfurum Víkins, fengið rautt spjald fyrir mótmæli.

Sjón er hins vegar sögu ríkari en lætin eftir leikslok má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Læti á Kópavogsvelli

Tengdar fréttir

„Haga sér eins og fávitar allan leikinn“

„Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla.

„Ein og hálf fokking mínúta“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld.

„Litlir hundar sem gelta hátt“

„Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×