Neistinn er kveiktur! Íris Róbertsdóttir skrifar 22. júní 2023 13:01 Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu „Kveikjum neistann!“ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem náði til um 500 nemenda. Þar var niðurstaðan að 53% nemenda við lok 2. bekkjar teljast læs samkvæmt þessum sömu viðmiðum. Við erum sem sagt að ná frábærum árangri! Stöðumat í lestri er notað frá fyrsta mánuði í skólanum, sem tryggir góða eftirfylgni. Þess er vandlega gætt að áskorun hvers nemenda sé í samræmi við færni hans, sem er grundvallaratriði. Upplifun og líðan nemenda í skólanum hefur mikil áhrif á árangur og tækfæri þeirra til að blómstra. Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja í tvö ár. Verkefnið er með heildstæða nálgun á skólastarfið og byggir á vísindalegum niðurstöðum helstu fræðimanna á þessu sviði. Yfirmarkmið verkefnis er að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt nemenda. Sem þýðir að gefa nemendum jöfn tækfæri og mæta þeim þar sem þeir eru staddir svo að þeir vaxi og dafni í námi. Kveikjum neistann er verkefni sem stýrt er af Hermundi Sigmundssyni, hann kom með það til Vestmannaeyjabæjar árið 2021 og í framhaldinu var gerður samstarfsamningur um rannsóknar- og þróunarverkefnið milli Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins. Tækifæri til að „vera“ breytingin Þótt margt sé jákvætt í íslenskum skólum má alltaf gera betur. Það vantar fleiri tól og tæki fyrir skóla og kennara til að vinna með. Kveikjum neistann er leið til þess að gera betur án þess að segja að allt annað sé ómögulegt. Ef skólinn getur unnið í því að skapa öllum nemendum aðstæður til að efla grunnfærni og bæta líðan þeirra, gefum við mun fleirum tækfæri til þess að nýta sína styrkleika. Það mun einnig hafa jákvæða fjárhagslega hvata á seinni skólastigum hvað varðar kostnað við sérúrræði. Ef hægt er að lyfta öllum þá skilar það sér margfalt til baka til nemenda og samfélagsins alls. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sveitarfélög að skapa umgjörð fyrir þróun á skólastarfi hjá sínum skólum og starfsfólki þeirra. Einnig að virkja samfélagið með. Menntun barna á öllum skólastigum er jú sameiginlegt verkefni okkar allra. Mikilvægt er að kennaranámið fylgi með í þessari þróun til að búa kennaranema enn betur undir þær skemmtilegu, krefjandi og gefandi áskoranir sem felast í kennarastarfinu. Undirbúningsvinnan fyrir verkefnið tók um hálft ár áður en verkefnið sjálft hófst haustið 2021. Náin samvinna var við skólastjórnendur, kennara og pólitíkina við undirbúninginn enda ekki hægt að fara af stað í svo viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni án þess. Nú er komin tveggja ára reynsla á verkefnið. Það hafa verið margar áskoranir fyrir þá sem hafa unnið að verkefninu. Það er stoltur bæjarstjóri sem getur sagt að árangur er framar björtustu vonum. Yfirmarkmiðið var að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt. Eftir þessi tvö ár er óhætt að segja að það hafi tekist með tilstilli og mikilli vinnu margra aðila. Árangurinn í lestri er frábær og framar mínum björtustu vonum. Samfélagið er mjög jákvætt gagnvart verkefninu og kemur það fram með margvíslegum hætti. Bókasafn Vestmannaeyja hefur verið virkur þátttakandi ásamt skólasöfnunum og hefur það stækkað verkefnið. Kennararnir sem eru í verkefninu hafa staðið sig frábærlega og það smitast út í samfélagið og til foreldra og nemenda. „Af litlum neista verður oft mikið bál“ Ég get ekki verið annað en ánægð fyrir hönd Vestmanneyjabæjar, Grunnskóla Vestmannaeyja, foreldra, nemenda og síðast en ekki síst kennaranna sem eru þátttakendur í verkefninu með þessi fyrstu ár og árangurinn. Hermundur og hans fólk ásamt samstarfsaðilum eru að gera góð hluti og samfélagið hrífst með. Við hér í Eyjum erum stolt af verkefninu og að hafa verið fyrst sveitarfélaga til að taka þátt. Við erum að ná árangri. Nú horfum við fram á veginn og höldum áfram að þróa og bæta okkar góðu skóla okkur öllum til hagsbóta! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu „Kveikjum neistann!“ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem náði til um 500 nemenda. Þar var niðurstaðan að 53% nemenda við lok 2. bekkjar teljast læs samkvæmt þessum sömu viðmiðum. Við erum sem sagt að ná frábærum árangri! Stöðumat í lestri er notað frá fyrsta mánuði í skólanum, sem tryggir góða eftirfylgni. Þess er vandlega gætt að áskorun hvers nemenda sé í samræmi við færni hans, sem er grundvallaratriði. Upplifun og líðan nemenda í skólanum hefur mikil áhrif á árangur og tækfæri þeirra til að blómstra. Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja í tvö ár. Verkefnið er með heildstæða nálgun á skólastarfið og byggir á vísindalegum niðurstöðum helstu fræðimanna á þessu sviði. Yfirmarkmið verkefnis er að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt nemenda. Sem þýðir að gefa nemendum jöfn tækfæri og mæta þeim þar sem þeir eru staddir svo að þeir vaxi og dafni í námi. Kveikjum neistann er verkefni sem stýrt er af Hermundi Sigmundssyni, hann kom með það til Vestmannaeyjabæjar árið 2021 og í framhaldinu var gerður samstarfsamningur um rannsóknar- og þróunarverkefnið milli Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins. Tækifæri til að „vera“ breytingin Þótt margt sé jákvætt í íslenskum skólum má alltaf gera betur. Það vantar fleiri tól og tæki fyrir skóla og kennara til að vinna með. Kveikjum neistann er leið til þess að gera betur án þess að segja að allt annað sé ómögulegt. Ef skólinn getur unnið í því að skapa öllum nemendum aðstæður til að efla grunnfærni og bæta líðan þeirra, gefum við mun fleirum tækfæri til þess að nýta sína styrkleika. Það mun einnig hafa jákvæða fjárhagslega hvata á seinni skólastigum hvað varðar kostnað við sérúrræði. Ef hægt er að lyfta öllum þá skilar það sér margfalt til baka til nemenda og samfélagsins alls. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sveitarfélög að skapa umgjörð fyrir þróun á skólastarfi hjá sínum skólum og starfsfólki þeirra. Einnig að virkja samfélagið með. Menntun barna á öllum skólastigum er jú sameiginlegt verkefni okkar allra. Mikilvægt er að kennaranámið fylgi með í þessari þróun til að búa kennaranema enn betur undir þær skemmtilegu, krefjandi og gefandi áskoranir sem felast í kennarastarfinu. Undirbúningsvinnan fyrir verkefnið tók um hálft ár áður en verkefnið sjálft hófst haustið 2021. Náin samvinna var við skólastjórnendur, kennara og pólitíkina við undirbúninginn enda ekki hægt að fara af stað í svo viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni án þess. Nú er komin tveggja ára reynsla á verkefnið. Það hafa verið margar áskoranir fyrir þá sem hafa unnið að verkefninu. Það er stoltur bæjarstjóri sem getur sagt að árangur er framar björtustu vonum. Yfirmarkmiðið var að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt. Eftir þessi tvö ár er óhætt að segja að það hafi tekist með tilstilli og mikilli vinnu margra aðila. Árangurinn í lestri er frábær og framar mínum björtustu vonum. Samfélagið er mjög jákvætt gagnvart verkefninu og kemur það fram með margvíslegum hætti. Bókasafn Vestmannaeyja hefur verið virkur þátttakandi ásamt skólasöfnunum og hefur það stækkað verkefnið. Kennararnir sem eru í verkefninu hafa staðið sig frábærlega og það smitast út í samfélagið og til foreldra og nemenda. „Af litlum neista verður oft mikið bál“ Ég get ekki verið annað en ánægð fyrir hönd Vestmanneyjabæjar, Grunnskóla Vestmannaeyja, foreldra, nemenda og síðast en ekki síst kennaranna sem eru þátttakendur í verkefninu með þessi fyrstu ár og árangurinn. Hermundur og hans fólk ásamt samstarfsaðilum eru að gera góð hluti og samfélagið hrífst með. Við hér í Eyjum erum stolt af verkefninu og að hafa verið fyrst sveitarfélaga til að taka þátt. Við erum að ná árangri. Nú horfum við fram á veginn og höldum áfram að þróa og bæta okkar góðu skóla okkur öllum til hagsbóta! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun