Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Samúel Karl Ólason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 24. júní 2023 17:30 Málaliðar Wagner hafa verið að undirbúa varnir í Rostov-borg. EPA Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. Þetta kom fram í upptöku sem Prigozhin birti síðdegis. Þar segist hann hafa gert samkomulagið til þess að komast hjá blóðsúthellingum. Wagner málaliðahópurinn var áður á leið til Moskvu. Sagðist Prigozhin ætla að koma nýjum forseta til valda áður en samkomulag náðist við forseta Hvíta-Rússlands. Málaliðarnir tóku borgina Rostov í suðurhluta Rússlands í nótt og sögðust stefna í átt að Moskvu, höfuðborg Rússlands. Nú hefur verið greint frá því að Prigozhin hafi samþykkt að yfirgefa Rússland og ferðast til Belarús og að liðsmenn hans fái sakaruppgjöf. Aðrir Wagner-liðar, sem tóku ekki þátt í aðgerðunum síðasta sólahring, ganga hernum á hönd. Ekkert hefur heyrst af mögulegum breytingum innan varnarmálaráðuneytisins. Nýjustu vendingar má lesa í Vaktinni neðst í fréttinni. Áður höfðu borist fréttir af því að rússneskir hermenn væru að byggja upp varnir suður af Moskvu og að borgarstjóri hefði beðið íbúa um að halda sig innandyra. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Í fréttinni hér að neðan má lesa um aðdraganda uppreisnar Wagner og hvað gerðist í gær. Sjá einnig: Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Hér að neðan má svo lesa helstu vendingar dagsins og fylgjast með framvindu mála í vaktinni. Helstu vendingar næturinnar og dagsins og aðrir punktar: Wagner lýsti í raun yfir stríði við varnarmálaráðuneytið og svo í kjölfarið við Pútín, eftir að hann fordæmdi aðgerðir Wagner í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Málaliðar Wagner tóku stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands en hún er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga rússneska hersins inn í austurhluta Úkraínu. Þá er bílalest málaliða, með skriðdreka og loftvarnarkerfi, á leiðinni norður frá Rostov í átt að Moskvu. Helstu ráðamenn í Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Pútín. Þeirra á meðal er Ramzan Kadyrov, sem stjórnar Téténíu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að allir þeir sem gangi veg illsku muni á endanum granda sjálfum sér. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði uppreisnina opinbera veikleika Rússlands og kallaði eftir því að rússneskir hermenn yfirgæfu Úkraínu. Rússneskar hersveitir voru að nálgast Rostov úr vestri, frá Úkraínu. Þar á meðal eru Akhmat-sveitir Téténíu og var útlit fyrir átök þar, eins og í Moskvu. Alexender Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, lýsti því svo yfir að hann hefði gert samkomulag við Prigozhin um að binda enda á uppreisnina. Prigozhin staðfesti svo skömmu síðar að hann hefði skipað málaliðum sínum að snúa aftur í bækistöðvar Wagner. Ef vaktin birtist ekki gæti þurft að hlaða síðuna upp á nýtt.
Þetta kom fram í upptöku sem Prigozhin birti síðdegis. Þar segist hann hafa gert samkomulagið til þess að komast hjá blóðsúthellingum. Wagner málaliðahópurinn var áður á leið til Moskvu. Sagðist Prigozhin ætla að koma nýjum forseta til valda áður en samkomulag náðist við forseta Hvíta-Rússlands. Málaliðarnir tóku borgina Rostov í suðurhluta Rússlands í nótt og sögðust stefna í átt að Moskvu, höfuðborg Rússlands. Nú hefur verið greint frá því að Prigozhin hafi samþykkt að yfirgefa Rússland og ferðast til Belarús og að liðsmenn hans fái sakaruppgjöf. Aðrir Wagner-liðar, sem tóku ekki þátt í aðgerðunum síðasta sólahring, ganga hernum á hönd. Ekkert hefur heyrst af mögulegum breytingum innan varnarmálaráðuneytisins. Nýjustu vendingar má lesa í Vaktinni neðst í fréttinni. Áður höfðu borist fréttir af því að rússneskir hermenn væru að byggja upp varnir suður af Moskvu og að borgarstjóri hefði beðið íbúa um að halda sig innandyra. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Í fréttinni hér að neðan má lesa um aðdraganda uppreisnar Wagner og hvað gerðist í gær. Sjá einnig: Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Hér að neðan má svo lesa helstu vendingar dagsins og fylgjast með framvindu mála í vaktinni. Helstu vendingar næturinnar og dagsins og aðrir punktar: Wagner lýsti í raun yfir stríði við varnarmálaráðuneytið og svo í kjölfarið við Pútín, eftir að hann fordæmdi aðgerðir Wagner í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Málaliðar Wagner tóku stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands en hún er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga rússneska hersins inn í austurhluta Úkraínu. Þá er bílalest málaliða, með skriðdreka og loftvarnarkerfi, á leiðinni norður frá Rostov í átt að Moskvu. Helstu ráðamenn í Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Pútín. Þeirra á meðal er Ramzan Kadyrov, sem stjórnar Téténíu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að allir þeir sem gangi veg illsku muni á endanum granda sjálfum sér. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði uppreisnina opinbera veikleika Rússlands og kallaði eftir því að rússneskir hermenn yfirgæfu Úkraínu. Rússneskar hersveitir voru að nálgast Rostov úr vestri, frá Úkraínu. Þar á meðal eru Akhmat-sveitir Téténíu og var útlit fyrir átök þar, eins og í Moskvu. Alexender Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, lýsti því svo yfir að hann hefði gert samkomulag við Prigozhin um að binda enda á uppreisnina. Prigozhin staðfesti svo skömmu síðar að hann hefði skipað málaliðum sínum að snúa aftur í bækistöðvar Wagner. Ef vaktin birtist ekki gæti þurft að hlaða síðuna upp á nýtt.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Hernaður Belarús Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira