Er ADHD greining mikilvæg á fullorðinsárum? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 3. júlí 2023 07:31 Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun