Fótbolti

Klopp lánar miðvörð til gamla félagsins síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Van Den Berg þarf að bíða lengur eftir tækifæri sínu hjá Liverpool.
Sepp Van Den Berg þarf að bíða lengur eftir tækifæri sínu hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell

Hollenski varnarmaðurinn Sepp van den Berg fær ekki tækifærið hjá Liverpool á komandi tímabili því félagið hefur lánað hann enn einu sinni.

Van den Berg er 21 árs miðvörður sem Liverpool keypti frá hollenska félaginu PEC Zwolle fyrir upphæð sem gat endað í 4,4 milljónum punda með bónusum.

Van den Berg spilaði deildabikarleiki með Liverpool fyrsta tímabilið en var síðan lánaður til Preston North End í eitt og hálf tímabil.

Hann var síðan á láni hjá Schalke 04 á síðustu leiktíð.

Nú sendi Klopp hann til síns gamla félags FSV Mainz 05 og þar mun hann spila allr 2023-24 tímabilið.

Klopp spilaði síðustu ellefu ár ferilsins með FSV Mainz 05, samtals yfir þrjú hundruð leiki, og fyrsta starf hans sem knattspyrnustjóra var síðan hjá Mainz 05 frá 2001 til 2008.

Van den Berg hefur alls spilað fjóra aðalliðsleiki fyrir Liverpool á fjórum árum en engan þeirra þó í ensku úrvalsdeidinni. Það breytist ekki í bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×