Fótbolti

Sex­tíu milljón punda munur á hæsta og lægsta launa­­kostnaði

Siggeir Ævarsson skrifar
Jamie Vardy er launahæsti leikmaður deildarinnar, með 140 þúsund pund í vikulaun.
Jamie Vardy er launahæsti leikmaður deildarinnar, með 140 þúsund pund í vikulaun. Vísir/Getty

Gríðarlegur munur er á launakostnaði liða í Championship deildinni, næst efstu deildinni á Englandi, en mörg liðin eru að eyða um efni fram með von um að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni og umtalsverðan tekjuvöxt.

Nýliðar Plymouth Argyle, sem snúa aftur í deildina eftir 13 ára fjarveru, eru með lang lægsta launakostaðinn, eða 2.266.000 punda yfir árið. Þar á eftir koma Coventry sem hafa stundað ábyrga fjármálastjórnun síðustu ár með kostnað upp á rétt rúmar fjórar milljónir punda.

Launakostnaður liðanna fer svo hægt og bítandi hækkandi hjá hverju liðinu á fætur öðru en Hull City rjúfa 10 milljóna punda múrinn, með 10. hæsta launakostnaðinn, 10.466.400 pund.

Fjögur lið skera sig hins vegar afgerandi úr hópunum en þau eiga það öll sameiginlegt að hafa spilað nýlega í ensku Úrvalsdeildinni. West Brom eyða rúmum 20 milljónum á viku, þá kemur Leeds með 42 milljónir, Southampton með 52 og Leicester trónir á toppnum með 62,2 milljónir í launakostnað á ári.

Talnaglöggir lesendur sjá í hendi sér að munurinn á Plymouth og Leicester er 60 milljónir punda en af tíu launahæstu leikmönnum deildarinnar eru sjö í röðum Leicester.

Listinn í heild




Fleiri fréttir

Sjá meira


×