Sjáðu öll átta mörkin er Víkingar settu níu fingur á titilinn gegn óstundvísum Blikum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 12:01 Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru komnir með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 5-3 sigur gegn óstundvísum Blikum í gær. Liðið er nú með 14 stiga forskot á toppnum þegar liðið á sex leiki eftir. Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira