Benzema meiddur af velli og Al Hilal lagði lærisveina Gerrard þó Neymar hafi vantað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 10:31 Al Hilal hefur ekki enn tapað leik. Al Hilal Franski framherjinn Karim Benzema haltraði meiddur af velli þegar lið hans Al-Ittihad lagði Al Wehda 3-0 í efstu deild Sádi-Arabíu í gærkvöld, mánudag. Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq töpuðu þá sínum fyrsta leik í deildinni gegn Al-Hilal. Hinn 35 ára gamli Benzema fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi Frakkinn verður frá keppni. Í hans stað kom Portúgalinn Jota inn af bekknum. Sá vill losna frá Al Ittihad þrátt fyrir að ganga í raðir félagsins í sumar. Karim Benzema was forced off with an injury just 42 minutes into the first half for Al Ittihad pic.twitter.com/pmeQkAyXaA— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2023 Hvað leikinn varðar þá var staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir yfir. Romarinho skoraði eftir undirbúning N´Golo Kanté á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti varamaðurinn Jota við marki eftir sendingu frá Igor Coronado. Það var svo Coronado sem gulltryggði sigurinn með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Romarinho. Lokatölur 3-0 Al Ittihad í vil. ! # _ pic.twitter.com/GcdG4hwU4f— (@ittihad) August 28, 2023 Þó Neymar sé ekki enn mættur til Al Hilal þá hafði það engin áhrif á leik liðsins gegn lærisveinum Steven Gerrard. Brasilíumaðurinn Malcom heldur áfram að leika listir sínar og hann kom Al Hilal yfir á 24. mínútu eftir undirbúnings serbneska framherjans Aleksandar Mitrović. Heimamaðurinn Salem Al Dawsari gekk svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Al Hilal mun stilla Neymar upp en Malcom hefur byrjað tímabilið af krafti í „holunni“ á bakvið framherjann. # .. # _ pic.twitter.com/WdRN3VLbLX— (@Alhilal_FC) August 28, 2023 Færa má rök fyrir því að Al Hilal sé sterkasta lið landsins með Bono, landsliðsmarkvörð Marokkó í markinu, Kalidou Koulibaly í miðverði, Rúben Neves og Sergej Milinković-Savić á miðjunni ásamt því að vera með Malcom og Neymar á bakvið framherjann Mitrović. Að því sögðu er Al Ittihad á toppnum með fullt hús stiga að loknum 4 umferðum en Al Hilal í 2. sæti með 10 stig. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Benzema fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi Frakkinn verður frá keppni. Í hans stað kom Portúgalinn Jota inn af bekknum. Sá vill losna frá Al Ittihad þrátt fyrir að ganga í raðir félagsins í sumar. Karim Benzema was forced off with an injury just 42 minutes into the first half for Al Ittihad pic.twitter.com/pmeQkAyXaA— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2023 Hvað leikinn varðar þá var staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir yfir. Romarinho skoraði eftir undirbúning N´Golo Kanté á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti varamaðurinn Jota við marki eftir sendingu frá Igor Coronado. Það var svo Coronado sem gulltryggði sigurinn með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Romarinho. Lokatölur 3-0 Al Ittihad í vil. ! # _ pic.twitter.com/GcdG4hwU4f— (@ittihad) August 28, 2023 Þó Neymar sé ekki enn mættur til Al Hilal þá hafði það engin áhrif á leik liðsins gegn lærisveinum Steven Gerrard. Brasilíumaðurinn Malcom heldur áfram að leika listir sínar og hann kom Al Hilal yfir á 24. mínútu eftir undirbúnings serbneska framherjans Aleksandar Mitrović. Heimamaðurinn Salem Al Dawsari gekk svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Al Hilal mun stilla Neymar upp en Malcom hefur byrjað tímabilið af krafti í „holunni“ á bakvið framherjann. # .. # _ pic.twitter.com/WdRN3VLbLX— (@Alhilal_FC) August 28, 2023 Færa má rök fyrir því að Al Hilal sé sterkasta lið landsins með Bono, landsliðsmarkvörð Marokkó í markinu, Kalidou Koulibaly í miðverði, Rúben Neves og Sergej Milinković-Savić á miðjunni ásamt því að vera með Malcom og Neymar á bakvið framherjann Mitrović. Að því sögðu er Al Ittihad á toppnum með fullt hús stiga að loknum 4 umferðum en Al Hilal í 2. sæti með 10 stig.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira