Sameiginleg ást okkar DiCaprio Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 2. september 2023 12:01 Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar hafa lengi dregið fram lífið með því að nýta þessar auðlindir. Atvinnuréttindi við veiðar eru aukinheldur tryggð í stjórnarskrá. Þegar stjórnvöld hrófla við þessum stjórnarskrárvörðu réttindum þarf mikið að koma til. Meðalhófs þarf að gæta svo fótunum sé ekki kippt undan fólki og velsæld þjóðar í skiptum fyrir pólitíska skammtímahagsmuni. Hvalveiðar lúta meðal annars þessum skýru og sanngjörnu lögmálum. Nú hafa erlendar stórstjörnur stigið inn á sviðið í umræðu umliðinna vikna um þessar veiðar Íslendinga. Og það á að refsa Íslendingum. Okkur er sagt að við munum hafa verra af, ef við förum ekki að kröfum þeirra um að hætta hvalveiðum. Úti í hinum stóra heimi hefur nokkuð verið rætt og ritað um þátttöku þeirra frægu í baráttu fyrir hinum ýmsu málum, líkt og jafnréttis- og loftslagsmálum. Orð þeirra hafa vægi vegna þess mikla fylgis og velvildar sem þau hafa hjá almenningi. En baráttan hefur líka leitt aðrar og óheppilegri athafnir þeirra í ljós. Af handahófi má meðal annars nefna Leonadro DiCaprio, sem nú hótar Íslendingum vegna hvalveiða. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikilvæg lóð á vogarskálar í því að vekja fólk til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Það er að sjálfsögðu vel. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að hugur fylgi máli þess sem berst svo ötullega fyrir tilteknum málstað. Þar hefur nefnilega misbrestur orðið á í tilviki DiCaprio. Þannig hefur hann ítrekað verið gagnrýndur fyrir mikla notkun á einkaflugvélum, auk þess að flatmaga mánuðum saman á lúxusnekkju sinni á siglingum um heimsins höf, allt með óhóflegri og ónauðsynlegri notkun á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur í erlendum miðlum verið kallað hræsni. En loftslagsmálin hafa ekki verið einu baráttumál DiCaprio. Hann hefur einnig barist ötullega fyrir virku lýðræði, ekki bara í heimalandi sínu Bandaríkjunum, heldur einnig nýverið í Brasilíu. Þar hefur hann hvatt fylgjendur sína til að nýta kosningarétt sinn og hafa þannig áhrif á framtíð sína. Það er virðingarvert að brenna fyrir grundvallarréttindum fólks. Ég vona innilega að DiCaprio haldi þeirri baráttu áfram að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og grundvallarreglur réttarríkis, ekki bara í heimalandi sínu heldur um allan heim – og það þrátt fyrir að hafa um stundarsakir gleymt þeirri baráttu gagnvart Íslendingum. Nú hef ég mikið dálæti á hæfileikum margra þeirra leikara sem hafa í hótunum við Íslendinga. En þetta leikrit hugnast mér ekki. Þrátt fyrir dálæti heimsins á þessu fólki, þá eru völd þeirra blessunarlega ekki þess háttar að þau víki til hliðar meginreglum lýðræðis og réttarríkis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Hvalveiðar Hollywood Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar hafa lengi dregið fram lífið með því að nýta þessar auðlindir. Atvinnuréttindi við veiðar eru aukinheldur tryggð í stjórnarskrá. Þegar stjórnvöld hrófla við þessum stjórnarskrárvörðu réttindum þarf mikið að koma til. Meðalhófs þarf að gæta svo fótunum sé ekki kippt undan fólki og velsæld þjóðar í skiptum fyrir pólitíska skammtímahagsmuni. Hvalveiðar lúta meðal annars þessum skýru og sanngjörnu lögmálum. Nú hafa erlendar stórstjörnur stigið inn á sviðið í umræðu umliðinna vikna um þessar veiðar Íslendinga. Og það á að refsa Íslendingum. Okkur er sagt að við munum hafa verra af, ef við förum ekki að kröfum þeirra um að hætta hvalveiðum. Úti í hinum stóra heimi hefur nokkuð verið rætt og ritað um þátttöku þeirra frægu í baráttu fyrir hinum ýmsu málum, líkt og jafnréttis- og loftslagsmálum. Orð þeirra hafa vægi vegna þess mikla fylgis og velvildar sem þau hafa hjá almenningi. En baráttan hefur líka leitt aðrar og óheppilegri athafnir þeirra í ljós. Af handahófi má meðal annars nefna Leonadro DiCaprio, sem nú hótar Íslendingum vegna hvalveiða. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikilvæg lóð á vogarskálar í því að vekja fólk til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Það er að sjálfsögðu vel. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að hugur fylgi máli þess sem berst svo ötullega fyrir tilteknum málstað. Þar hefur nefnilega misbrestur orðið á í tilviki DiCaprio. Þannig hefur hann ítrekað verið gagnrýndur fyrir mikla notkun á einkaflugvélum, auk þess að flatmaga mánuðum saman á lúxusnekkju sinni á siglingum um heimsins höf, allt með óhóflegri og ónauðsynlegri notkun á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur í erlendum miðlum verið kallað hræsni. En loftslagsmálin hafa ekki verið einu baráttumál DiCaprio. Hann hefur einnig barist ötullega fyrir virku lýðræði, ekki bara í heimalandi sínu Bandaríkjunum, heldur einnig nýverið í Brasilíu. Þar hefur hann hvatt fylgjendur sína til að nýta kosningarétt sinn og hafa þannig áhrif á framtíð sína. Það er virðingarvert að brenna fyrir grundvallarréttindum fólks. Ég vona innilega að DiCaprio haldi þeirri baráttu áfram að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og grundvallarreglur réttarríkis, ekki bara í heimalandi sínu heldur um allan heim – og það þrátt fyrir að hafa um stundarsakir gleymt þeirri baráttu gagnvart Íslendingum. Nú hef ég mikið dálæti á hæfileikum margra þeirra leikara sem hafa í hótunum við Íslendinga. En þetta leikrit hugnast mér ekki. Þrátt fyrir dálæti heimsins á þessu fólki, þá eru völd þeirra blessunarlega ekki þess háttar að þau víki til hliðar meginreglum lýðræðis og réttarríkis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun