Er allt í gulu? Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 12. september 2023 08:30 Ef svarið sem þú færð er „nei, veistu það er ekki allt í gulu... ég bara hef enga löngun til að lifa og mig langar hreinlega að kveðja þennan heim“, hvernig ætlar þú þá að bregðast við? Hver eru þín næstu skref sem vinur, systir, faðir eða samstarfsfélagi? September er gulur mánuður og 10. september var dagur geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. September er líka mánuður skyndihjálpar og annar laugardagur í september er Alþjóðadagur skyndihjálpar. Á þeim degi er lögð áhersla á að öllum sem vilja gefist tækifæri til að kynna sér skyndihjálp. Í ár viljum við hjá 1717 og skyndihjálparteymi Rauða krossins sameinast um að kynna geðrækt og sjálfsvígsforvarnir ásamt því að gefa öllum sem vilja tækifæri til að kynna sér hvernig það getur brugðist við þegar það er ekki „allt í gulu“. Öll getum við aðstoðað Öll getum við sýnt umhyggju og stuðning í formi sálrænnar fyrstu hjálpar, sem er leið til að bregðast við og veita aðstoð þegar einstaklingur sem stendur þér nálægt upplifir sjálfsvígshugsanir. Þjálfun í sálrænni fyrstu hjálp veitir þér sjálfsöryggið til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem þú stendur frammi fyrir og stuðlar að því að þú getir unnið úr þinni upplifun og reynslu af aðstæðunum. Að HORFA – HLUSTA – TENGJA vísar til aðferða sem veita þér öryggi í að bregðast við með því að: HORFA eftir upplýsingum og tilfinningalegum viðbrögðum sem gefa vísbendingar um að einstaklingurinn sé með sjálfsvígshugsanir eða kominn að því að fremja sjálfsvíg. Þetta hjálpar einnig við að tryggja öryggi þitt og einstaklingsins og bregðast við áríðandi grunnþörfum. Vera til staðar og veita athygli, HLUSTA og róa einstaklinginn ef hann er í uppnámi og samþykkja tilfinningar hans og upplifanir. Gefa upplýsingar og TENGJA einstaklinginn við faglegan stuðning til þess að takast á við sjálfsvígshugsanirnar sem viðkomandi upplifir. Rauði krossinn hefur í áraraðir boðið upp á námskeið í skyndihjálp og sálrænni fyrstu hjálp fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem þátttakendur tileinka sér HORFA - HLUSTA – TENGJA aðferðina. Námskeiðin stuðla að sjálfseflingu þátttakenda og veita þeim sjálfsöryggi til að takast á við óvæntar og erfiðar aðstæður. Látum okkur náungann varða, bregðumst við þegar það er ekki allt í gulu og veitum sálræna fyrstu hjálp. Munum líka eftir Hjálparsíma og netspjalli Rauða krossins 1717 og 1717.is, en þar er opið allan sólarhringinn, það er ókeypis að hafa samband og fullum trúnaði er heitið. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Ef svarið sem þú færð er „nei, veistu það er ekki allt í gulu... ég bara hef enga löngun til að lifa og mig langar hreinlega að kveðja þennan heim“, hvernig ætlar þú þá að bregðast við? Hver eru þín næstu skref sem vinur, systir, faðir eða samstarfsfélagi? September er gulur mánuður og 10. september var dagur geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. September er líka mánuður skyndihjálpar og annar laugardagur í september er Alþjóðadagur skyndihjálpar. Á þeim degi er lögð áhersla á að öllum sem vilja gefist tækifæri til að kynna sér skyndihjálp. Í ár viljum við hjá 1717 og skyndihjálparteymi Rauða krossins sameinast um að kynna geðrækt og sjálfsvígsforvarnir ásamt því að gefa öllum sem vilja tækifæri til að kynna sér hvernig það getur brugðist við þegar það er ekki „allt í gulu“. Öll getum við aðstoðað Öll getum við sýnt umhyggju og stuðning í formi sálrænnar fyrstu hjálpar, sem er leið til að bregðast við og veita aðstoð þegar einstaklingur sem stendur þér nálægt upplifir sjálfsvígshugsanir. Þjálfun í sálrænni fyrstu hjálp veitir þér sjálfsöryggið til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem þú stendur frammi fyrir og stuðlar að því að þú getir unnið úr þinni upplifun og reynslu af aðstæðunum. Að HORFA – HLUSTA – TENGJA vísar til aðferða sem veita þér öryggi í að bregðast við með því að: HORFA eftir upplýsingum og tilfinningalegum viðbrögðum sem gefa vísbendingar um að einstaklingurinn sé með sjálfsvígshugsanir eða kominn að því að fremja sjálfsvíg. Þetta hjálpar einnig við að tryggja öryggi þitt og einstaklingsins og bregðast við áríðandi grunnþörfum. Vera til staðar og veita athygli, HLUSTA og róa einstaklinginn ef hann er í uppnámi og samþykkja tilfinningar hans og upplifanir. Gefa upplýsingar og TENGJA einstaklinginn við faglegan stuðning til þess að takast á við sjálfsvígshugsanirnar sem viðkomandi upplifir. Rauði krossinn hefur í áraraðir boðið upp á námskeið í skyndihjálp og sálrænni fyrstu hjálp fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem þátttakendur tileinka sér HORFA - HLUSTA – TENGJA aðferðina. Námskeiðin stuðla að sjálfseflingu þátttakenda og veita þeim sjálfsöryggi til að takast á við óvæntar og erfiðar aðstæður. Látum okkur náungann varða, bregðumst við þegar það er ekki allt í gulu og veitum sálræna fyrstu hjálp. Munum líka eftir Hjálparsíma og netspjalli Rauða krossins 1717 og 1717.is, en þar er opið allan sólarhringinn, það er ókeypis að hafa samband og fullum trúnaði er heitið. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun