Er allt í gulu? Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 12. september 2023 08:30 Ef svarið sem þú færð er „nei, veistu það er ekki allt í gulu... ég bara hef enga löngun til að lifa og mig langar hreinlega að kveðja þennan heim“, hvernig ætlar þú þá að bregðast við? Hver eru þín næstu skref sem vinur, systir, faðir eða samstarfsfélagi? September er gulur mánuður og 10. september var dagur geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. September er líka mánuður skyndihjálpar og annar laugardagur í september er Alþjóðadagur skyndihjálpar. Á þeim degi er lögð áhersla á að öllum sem vilja gefist tækifæri til að kynna sér skyndihjálp. Í ár viljum við hjá 1717 og skyndihjálparteymi Rauða krossins sameinast um að kynna geðrækt og sjálfsvígsforvarnir ásamt því að gefa öllum sem vilja tækifæri til að kynna sér hvernig það getur brugðist við þegar það er ekki „allt í gulu“. Öll getum við aðstoðað Öll getum við sýnt umhyggju og stuðning í formi sálrænnar fyrstu hjálpar, sem er leið til að bregðast við og veita aðstoð þegar einstaklingur sem stendur þér nálægt upplifir sjálfsvígshugsanir. Þjálfun í sálrænni fyrstu hjálp veitir þér sjálfsöryggið til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem þú stendur frammi fyrir og stuðlar að því að þú getir unnið úr þinni upplifun og reynslu af aðstæðunum. Að HORFA – HLUSTA – TENGJA vísar til aðferða sem veita þér öryggi í að bregðast við með því að: HORFA eftir upplýsingum og tilfinningalegum viðbrögðum sem gefa vísbendingar um að einstaklingurinn sé með sjálfsvígshugsanir eða kominn að því að fremja sjálfsvíg. Þetta hjálpar einnig við að tryggja öryggi þitt og einstaklingsins og bregðast við áríðandi grunnþörfum. Vera til staðar og veita athygli, HLUSTA og róa einstaklinginn ef hann er í uppnámi og samþykkja tilfinningar hans og upplifanir. Gefa upplýsingar og TENGJA einstaklinginn við faglegan stuðning til þess að takast á við sjálfsvígshugsanirnar sem viðkomandi upplifir. Rauði krossinn hefur í áraraðir boðið upp á námskeið í skyndihjálp og sálrænni fyrstu hjálp fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem þátttakendur tileinka sér HORFA - HLUSTA – TENGJA aðferðina. Námskeiðin stuðla að sjálfseflingu þátttakenda og veita þeim sjálfsöryggi til að takast á við óvæntar og erfiðar aðstæður. Látum okkur náungann varða, bregðumst við þegar það er ekki allt í gulu og veitum sálræna fyrstu hjálp. Munum líka eftir Hjálparsíma og netspjalli Rauða krossins 1717 og 1717.is, en þar er opið allan sólarhringinn, það er ókeypis að hafa samband og fullum trúnaði er heitið. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ef svarið sem þú færð er „nei, veistu það er ekki allt í gulu... ég bara hef enga löngun til að lifa og mig langar hreinlega að kveðja þennan heim“, hvernig ætlar þú þá að bregðast við? Hver eru þín næstu skref sem vinur, systir, faðir eða samstarfsfélagi? September er gulur mánuður og 10. september var dagur geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. September er líka mánuður skyndihjálpar og annar laugardagur í september er Alþjóðadagur skyndihjálpar. Á þeim degi er lögð áhersla á að öllum sem vilja gefist tækifæri til að kynna sér skyndihjálp. Í ár viljum við hjá 1717 og skyndihjálparteymi Rauða krossins sameinast um að kynna geðrækt og sjálfsvígsforvarnir ásamt því að gefa öllum sem vilja tækifæri til að kynna sér hvernig það getur brugðist við þegar það er ekki „allt í gulu“. Öll getum við aðstoðað Öll getum við sýnt umhyggju og stuðning í formi sálrænnar fyrstu hjálpar, sem er leið til að bregðast við og veita aðstoð þegar einstaklingur sem stendur þér nálægt upplifir sjálfsvígshugsanir. Þjálfun í sálrænni fyrstu hjálp veitir þér sjálfsöryggið til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem þú stendur frammi fyrir og stuðlar að því að þú getir unnið úr þinni upplifun og reynslu af aðstæðunum. Að HORFA – HLUSTA – TENGJA vísar til aðferða sem veita þér öryggi í að bregðast við með því að: HORFA eftir upplýsingum og tilfinningalegum viðbrögðum sem gefa vísbendingar um að einstaklingurinn sé með sjálfsvígshugsanir eða kominn að því að fremja sjálfsvíg. Þetta hjálpar einnig við að tryggja öryggi þitt og einstaklingsins og bregðast við áríðandi grunnþörfum. Vera til staðar og veita athygli, HLUSTA og róa einstaklinginn ef hann er í uppnámi og samþykkja tilfinningar hans og upplifanir. Gefa upplýsingar og TENGJA einstaklinginn við faglegan stuðning til þess að takast á við sjálfsvígshugsanirnar sem viðkomandi upplifir. Rauði krossinn hefur í áraraðir boðið upp á námskeið í skyndihjálp og sálrænni fyrstu hjálp fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem þátttakendur tileinka sér HORFA - HLUSTA – TENGJA aðferðina. Námskeiðin stuðla að sjálfseflingu þátttakenda og veita þeim sjálfsöryggi til að takast á við óvæntar og erfiðar aðstæður. Látum okkur náungann varða, bregðumst við þegar það er ekki allt í gulu og veitum sálræna fyrstu hjálp. Munum líka eftir Hjálparsíma og netspjalli Rauða krossins 1717 og 1717.is, en þar er opið allan sólarhringinn, það er ókeypis að hafa samband og fullum trúnaði er heitið. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun