Íslensk fátækt - Örlög eða áskapað víti? Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 14. september 2023 13:00 Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar