Bjartsýni aldarinnar Ástþór Magnússon skrifar 11. október 2023 11:00 „Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
„Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun