Íslenski boltinn

Alda skoraði lang­mest allra á Ís­landi sumarið 2023

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alda Ólafsdóttir raðaði inn mörkum fyrir Fjölnisliðið í sumar.
Alda Ólafsdóttir raðaði inn mörkum fyrir Fjölnisliðið í sumar. Instagram/@fjolnir_fc

Knattspyrnukonan Alda Ólafsdóttir var án nokkurs vafa markadrottning sumarsins 2023 í íslenskum fótbolta.

Alda skoraði langflest mörk í Íslandsmótinu í sumar þegar öllum deildum er blandað saman.

Hún skoraði alls 33 mörk fyrir Fjölnisliðið í 2. deild kvenna í sumar. Það er heilum tólf mörkum meira en næstur á lista sem var ÍR-ingurinn Bragi Karl Bjarkason með 21 mark.

Alda skoraði þessi 33 mörk í aðeins tuttugu leikjum og var ein með aðeins einu marki minna en allir mótherjar Fjölnisliðsins í sumar. Það dugði þó ekki Fjölnisliðinu nema að ná fjórða sætinu í deildinni.

Alda skoraði eina fimmu og sex þrennur að auki. Hún skoraði í fimmtán af tuttugu leikjum og fleiri en eitt mark í alls níu leikjum.

Alda lék síðast í úrvalsdeild kvenna sumarið 2017 og þá með FH. Hún hefur síðan spilað með ÍR og Aftureldingu en hún er uppalin í FH.

Bestu ellefu vefurinn tók saman sumarið 2023 í íslenskum fótbolta og má sjá þann samanburð hér fyrir neðan. Markahæstu menn má sjá með því að fletta einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×