Opið bréf til ríkisstjórnarinnar: ákall um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza Vera Knútsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun