Opið bréf til ríkisstjórnarinnar: ákall um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza Vera Knútsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun