Virkjum kraft tilhlökkunar Ingrid Kuhlman skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun