Eru mannréttindi einungis orð á blaði? Una María Óðinsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:30 Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mannréttindi Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar