Er þetta málið? Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 11:15 Nú er vika íslenskunnar. Markmið með henni er að auka umræðu um málefni íslenskrar tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins. Við fögnum degi íslenskrar tungu í 28. skipti og munu hátíðarhöldin að þessu sinni fara fram í nýju húsi íslenskunnar – Eddu. Mörgu er að fagna en að þessu sinni er vika íslenskunnar einnig nýtt til þess að vekja máls á þróun tungumálsins og sýni- og heyranleika þess og höfum við þegar fengið frekar hressileg viðbrögð við þeirri vitundarvakningu. Markmið hennar er að spyrja hvar við viljum draga mörkin varðandi áhrif enskunnar í okkar daglega umhverfi. Ætlar Jón Johnsson að halda concert á Eagle Hill á næstu Culture Night? Hið sjálfsagða mál Þeim fjölgar ört sem benda á fáránleika þess að auglýsingum og markaðsefni á ensku sé beint að íslenskumælandi neytendum, að þjónusta sé ekki í boði á íslensku og að almannarými séu uppfull af skilaboðum á ensku og íslenskan þar í öðru sæti eða hreint ekki sýnileg. Ég hef sagt að við þurfum alvöru viðhorfsbreytingu gagnvart tungumálinu okkar – það er stórt samfélagslegt verkefni að vinda ofan af þeirri misskildu þjónustulund sem hefur orðið til þess að enska er álitin sjálfsagt mál svo víða í samfélaginu. Ég fagna öllum sem vilja leggjast á sveif með okkur í því verkefni að auka sýni- og heyranleika tungumálsins, þar á meðal fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar sem á dögunum stigu fram og lýstu yfir vilja til að stíga inn af krafti í það verkefni að vinna gegn þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku. Íslenska á alls staðarað vera sýnilegá opinberum vettvangiog upplýsingar alltaf aðgengilegar á íslensku. Þótt enska og önnur mál geti víða þurft að vera áberandi á það ekki að vera á kostnað íslensku. Aðgerða er þörf Við vitum að það er langtímaverkefni að tryggja verndun og þróun íslenskrar tungu. Það er samfélagslegt verkefni sem við náum árangri í með fjölþættum aðgerðum og breiðri samvinnu. Að vinna að framgangi íslenskunnar og tryggja stöðu hennar í heimi örra tæknibreytinga og fólksflutninga er samvinnuverkefni sem kallar ótal hendur til góðra verka. Unnið hefur verið að mótun aðgerða í þágu tungumálsins á vettvangi þeirra fimm ráðuneyta sem aðkomu eiga að ráðherranefnd um málefni íslenskrar tungu. Nefndin var sett á laggirnar að frumkvæði forsætisráðherra í nóvember í fyrra og á næstu dögum mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um sameiginlega aðgerðaáætlun sem telur alls 19 aðgerðir. Aðgerðirnar snerta flest svið samfélagsins og eru misumfangsmiklar en í þeim er meðal annars lögð áhersla á málefni íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur og aukið samstarf við atvinnulífið og þriðja geirann. Sumar aðgerðanna fela í sér umfangsmiklar kerfisbreytingar en áætlunin hefur tengsl við mörg önnur áhersluverkefni stjórnvalda sem unnið er að í samstarfi ráðuneyta og stofnana, þar á meðal stefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks, menntastefnu 2030, heildarendurskoðun framhaldsfræðslukerfisins og aðgerðaáætlun ferðaþjónustu til 2030. „Sorry með allar þessar slettur“ Við getum öll gert betur. Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki barnanna best þegar kemur að enskuskotnu málfari. Þetta er mjög lúmsk þróun. Slettur hafa vitanlega verið hluti af tungumálinu og sögulega höfum við aðlagað heilmikið af slettum og gert þær að hluta af okkar orðaforða, en þegar fólk – og þá er ég ekki síst að hugsa um börnin – fer að hugsa, skapa og leika sér á öðru tungumáli en sínu eigin móðurmáli verðum við að staldra við. Tungumál eru mikilvægustu verkfæri hvers samfélags – án þess eru engin samskipti. Við eigum íslenskuna – notum hana, hún er málið. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslensk tunga Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Nú er vika íslenskunnar. Markmið með henni er að auka umræðu um málefni íslenskrar tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins. Við fögnum degi íslenskrar tungu í 28. skipti og munu hátíðarhöldin að þessu sinni fara fram í nýju húsi íslenskunnar – Eddu. Mörgu er að fagna en að þessu sinni er vika íslenskunnar einnig nýtt til þess að vekja máls á þróun tungumálsins og sýni- og heyranleika þess og höfum við þegar fengið frekar hressileg viðbrögð við þeirri vitundarvakningu. Markmið hennar er að spyrja hvar við viljum draga mörkin varðandi áhrif enskunnar í okkar daglega umhverfi. Ætlar Jón Johnsson að halda concert á Eagle Hill á næstu Culture Night? Hið sjálfsagða mál Þeim fjölgar ört sem benda á fáránleika þess að auglýsingum og markaðsefni á ensku sé beint að íslenskumælandi neytendum, að þjónusta sé ekki í boði á íslensku og að almannarými séu uppfull af skilaboðum á ensku og íslenskan þar í öðru sæti eða hreint ekki sýnileg. Ég hef sagt að við þurfum alvöru viðhorfsbreytingu gagnvart tungumálinu okkar – það er stórt samfélagslegt verkefni að vinda ofan af þeirri misskildu þjónustulund sem hefur orðið til þess að enska er álitin sjálfsagt mál svo víða í samfélaginu. Ég fagna öllum sem vilja leggjast á sveif með okkur í því verkefni að auka sýni- og heyranleika tungumálsins, þar á meðal fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar sem á dögunum stigu fram og lýstu yfir vilja til að stíga inn af krafti í það verkefni að vinna gegn þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku. Íslenska á alls staðarað vera sýnilegá opinberum vettvangiog upplýsingar alltaf aðgengilegar á íslensku. Þótt enska og önnur mál geti víða þurft að vera áberandi á það ekki að vera á kostnað íslensku. Aðgerða er þörf Við vitum að það er langtímaverkefni að tryggja verndun og þróun íslenskrar tungu. Það er samfélagslegt verkefni sem við náum árangri í með fjölþættum aðgerðum og breiðri samvinnu. Að vinna að framgangi íslenskunnar og tryggja stöðu hennar í heimi örra tæknibreytinga og fólksflutninga er samvinnuverkefni sem kallar ótal hendur til góðra verka. Unnið hefur verið að mótun aðgerða í þágu tungumálsins á vettvangi þeirra fimm ráðuneyta sem aðkomu eiga að ráðherranefnd um málefni íslenskrar tungu. Nefndin var sett á laggirnar að frumkvæði forsætisráðherra í nóvember í fyrra og á næstu dögum mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um sameiginlega aðgerðaáætlun sem telur alls 19 aðgerðir. Aðgerðirnar snerta flest svið samfélagsins og eru misumfangsmiklar en í þeim er meðal annars lögð áhersla á málefni íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur og aukið samstarf við atvinnulífið og þriðja geirann. Sumar aðgerðanna fela í sér umfangsmiklar kerfisbreytingar en áætlunin hefur tengsl við mörg önnur áhersluverkefni stjórnvalda sem unnið er að í samstarfi ráðuneyta og stofnana, þar á meðal stefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks, menntastefnu 2030, heildarendurskoðun framhaldsfræðslukerfisins og aðgerðaáætlun ferðaþjónustu til 2030. „Sorry með allar þessar slettur“ Við getum öll gert betur. Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki barnanna best þegar kemur að enskuskotnu málfari. Þetta er mjög lúmsk þróun. Slettur hafa vitanlega verið hluti af tungumálinu og sögulega höfum við aðlagað heilmikið af slettum og gert þær að hluta af okkar orðaforða, en þegar fólk – og þá er ég ekki síst að hugsa um börnin – fer að hugsa, skapa og leika sér á öðru tungumáli en sínu eigin móðurmáli verðum við að staldra við. Tungumál eru mikilvægustu verkfæri hvers samfélags – án þess eru engin samskipti. Við eigum íslenskuna – notum hana, hún er málið. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar