Þótt þú sért ekki að vinna getur þú samt átt gott líf Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 08:00 Vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Hér má sjá fyrsta orðið sem kom upp í huga nokkurra einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna veikinda: Kvíði Hræðsla Bugun Þunglyndi Sársauki Einmanaleiki Skilningsleysi Þreyta Sorg Lífsskerðing Ósanngjarnt Minna virði en aðrir Hvernig líður annars þeim sem dottið hafa út af vinnumarkaði? „Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar. Það er því ótrúlega erfitt að sætta sig við að brenna út í því og ég var viss um að það myndi aldrei gerast fyrir mig.” „Þetta er hræðilegt. Ég er svo mikil félagsvera.” „Ég upplifi mig minni máttar og er með mikla sektarkennd.” „Það er mjög andlega erfitt að geta ekki unnið.” „Mér finnst ég minna virði en aðrir.” „Ég upplifi mig ekki taka þátt og vera byrði.” „Mér finnst ég ekki vera hluti af samfélaginu.” Við höfum eflaust líka flest heyrt einhvern tímann setninguna: ,,Svo erum við að borga skatta til þess að fólk sem nennir ekki að vinna geti fengið bætur.” Það er svo sárt að heyra svona. Held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ég bara skil ekki að einhver haldi að þetta sé staðan. Skemmtilegt að hafa heyrt þetta í tæp 30 ár. Ónytjungur og byrði á þjóðfélaginu. Ef maður gæti bara skipt. Ég hef verið lengur á örorku en mig langar að muna. Bróðir minn sagði einmitt einu sinni við mig að vinnandi fólk gæti bara ekki haldið uppi öllum þessum öryrkjum. Ég er búin að vera öryrki í rúm 23 ár á lúsara örorkubótum. Ég á eftir 10.000 kr. af peningunum mínum fyrir mat o.fl. þegar búið er að borga reikninga. Mín helsta þrá er að geta unnið. Ég skil ekki þetta “að nenna ekki að vinna”? Ég er reið. Öðruvísi líf Eins og við vitum eru rætur fordóma oft skilningsleysi. Mér varð hugsað til þess um daginn af hverju málefni á borð við veikindaleyfi, endurhæfingu og örorku eru lítið sem ekkert tekin fyrir í kennslu til dæmis, þegar verið er að fjalla um lífið og atvinnumarkaðinn? Hvaðan á skilningurinn annars að koma? Það geta allir lent í því að missa heilsuna og fordómar eru ekki til þess að létta stöðuna. Sorg vegna langvarandi veikinda er raunveruleg og það er erfitt að þurfa að endurhugsa framtíðina vegna þessa, kyngja markmiðum og stolti. Vinna getur því miður ekki verið partur af lífi allra og sú umræða þarf líka pláss. Þegar ég var langt niðri vegna minnar stöðu var ein sem sagði við mig hughreystandi að þótt ég væri ekki að vinna gæti ég samt átt gott líf, bara öðruvísi líf. Fyrir utan veikindin og skertar tekjur, fannst mér það góður punktur. Okkur langar öllum að líða vel og innst inni eru bara allir að reyna sitt besta. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Hér má sjá fyrsta orðið sem kom upp í huga nokkurra einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna veikinda: Kvíði Hræðsla Bugun Þunglyndi Sársauki Einmanaleiki Skilningsleysi Þreyta Sorg Lífsskerðing Ósanngjarnt Minna virði en aðrir Hvernig líður annars þeim sem dottið hafa út af vinnumarkaði? „Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar. Það er því ótrúlega erfitt að sætta sig við að brenna út í því og ég var viss um að það myndi aldrei gerast fyrir mig.” „Þetta er hræðilegt. Ég er svo mikil félagsvera.” „Ég upplifi mig minni máttar og er með mikla sektarkennd.” „Það er mjög andlega erfitt að geta ekki unnið.” „Mér finnst ég minna virði en aðrir.” „Ég upplifi mig ekki taka þátt og vera byrði.” „Mér finnst ég ekki vera hluti af samfélaginu.” Við höfum eflaust líka flest heyrt einhvern tímann setninguna: ,,Svo erum við að borga skatta til þess að fólk sem nennir ekki að vinna geti fengið bætur.” Það er svo sárt að heyra svona. Held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ég bara skil ekki að einhver haldi að þetta sé staðan. Skemmtilegt að hafa heyrt þetta í tæp 30 ár. Ónytjungur og byrði á þjóðfélaginu. Ef maður gæti bara skipt. Ég hef verið lengur á örorku en mig langar að muna. Bróðir minn sagði einmitt einu sinni við mig að vinnandi fólk gæti bara ekki haldið uppi öllum þessum öryrkjum. Ég er búin að vera öryrki í rúm 23 ár á lúsara örorkubótum. Ég á eftir 10.000 kr. af peningunum mínum fyrir mat o.fl. þegar búið er að borga reikninga. Mín helsta þrá er að geta unnið. Ég skil ekki þetta “að nenna ekki að vinna”? Ég er reið. Öðruvísi líf Eins og við vitum eru rætur fordóma oft skilningsleysi. Mér varð hugsað til þess um daginn af hverju málefni á borð við veikindaleyfi, endurhæfingu og örorku eru lítið sem ekkert tekin fyrir í kennslu til dæmis, þegar verið er að fjalla um lífið og atvinnumarkaðinn? Hvaðan á skilningurinn annars að koma? Það geta allir lent í því að missa heilsuna og fordómar eru ekki til þess að létta stöðuna. Sorg vegna langvarandi veikinda er raunveruleg og það er erfitt að þurfa að endurhugsa framtíðina vegna þessa, kyngja markmiðum og stolti. Vinna getur því miður ekki verið partur af lífi allra og sú umræða þarf líka pláss. Þegar ég var langt niðri vegna minnar stöðu var ein sem sagði við mig hughreystandi að þótt ég væri ekki að vinna gæti ég samt átt gott líf, bara öðruvísi líf. Fyrir utan veikindin og skertar tekjur, fannst mér það góður punktur. Okkur langar öllum að líða vel og innst inni eru bara allir að reyna sitt besta. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun