Hvert renna þín sóknargjöld? Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 07:31 Sóknargjöld eru sérkennilegur skattur. Frá þeim er engin undankoma, allir íslenskir skattgreiðendur borga þau óháð trúar- og lífsskoðunum en alls kostuðu trúmál íslenska ríkið tæpa 9 milljarða á þessu ári. En þrátt fyrir að við borgum þau öll eru þau ekki á skattaskýrslunum okkar eins og t.d. nefskatturinn til RÚV eða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ríkið tekur einfaldlega ákveðna upphæð úr sameiginlegum sjóðum okkar ár hvert og greiðir til trúar- og lífsskoðunarfélaga miðað við félagafjölda þeirra 1. desember ár hvert. Ríkið tók að sér innheimtu sóknargjalda á sínum tíma þar sem prestum þjóðkirkjunnar gekk bölvanlega að innheimta þau frá sóknarbörnum. Þetta skrítna kerfi hefur leitt af sér endalausan núning en undanfarin ár hefur verið gerð ítrekuð tilraun til að lækka sóknargjöldin í fjárlögum sem ríkiskirkjan mótmælir af krafti og fær sínu framgengt ár eftir ár. Fjárreiður margra sókna Íslands eru í algjörum ólestri en tugir safnaða ríkiskirkjunnar eru tæknilega gjaldþrota. Því skal haldið til haga að sóknargjöldin greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Þeir eru ríkisstarfsmenn (en samt ekki). Sóknargjöldin okkar greiða fyrir allskonar hluti eins og orgel, sunnudagaskólann, viðhald á byggingum og margt fleira. Bókhaldið er oft hvorki gegnsætt né aðgengilegt og sum af stóru félögunum virðast eiga í stökustu vandræðum með að reka sig réttu megin við núllið þrátt fyrir að fá milljónir í sóknargjöld. Eitt af litlu félögunum er DíaMat, félag um díalektíska efnishyggju, með 199 skráða meðlimi þegar þetta er skrifað. Sóknargjöld félagsins renna að stórum hluta í góðgerðamál og til valdeflingar þeirra sem eiga undir högg að sækja enda söfnum við okkur ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir. Félagið hefur m.a. styrkt Píeta samtökin, Félagið Ísland Palestína og Rétt barna á flótta, svo einhver dæmi séu nefnd. Að lokum er vert að nefna að stór hluti Íslendinga stendur utan trúfélaga. Ríkið reiknar engin sóknargjöld á þá einstaklinga en þeir borga þau nú samt. Eini munurinn er sá að þeir einstaklingar hafa ekkert um það að segja hvert þau renna eða hvernig þeim er ráðstafað. Það er lífsseig mýta að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga renni til Háskóla Íslands en það fyrirkomulag var afnumið 2009. Þú getur haft áhrif á það hvert þín sóknargjöld renna og ég hvet þig til að taka upplýsta ákvörðun um það. Ef þú skráir þig í DíaMat getur þú haft bein áhrif á hvert okkar sóknargjöld renna á næsta ári. Þú getur breytt skráningunni þinni í dag á einfaldan hátt á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is. Höfundur er skattpíndur trúleysingi og gjaldkeri DíaMat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Skattar og tollar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sóknargjöld eru sérkennilegur skattur. Frá þeim er engin undankoma, allir íslenskir skattgreiðendur borga þau óháð trúar- og lífsskoðunum en alls kostuðu trúmál íslenska ríkið tæpa 9 milljarða á þessu ári. En þrátt fyrir að við borgum þau öll eru þau ekki á skattaskýrslunum okkar eins og t.d. nefskatturinn til RÚV eða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ríkið tekur einfaldlega ákveðna upphæð úr sameiginlegum sjóðum okkar ár hvert og greiðir til trúar- og lífsskoðunarfélaga miðað við félagafjölda þeirra 1. desember ár hvert. Ríkið tók að sér innheimtu sóknargjalda á sínum tíma þar sem prestum þjóðkirkjunnar gekk bölvanlega að innheimta þau frá sóknarbörnum. Þetta skrítna kerfi hefur leitt af sér endalausan núning en undanfarin ár hefur verið gerð ítrekuð tilraun til að lækka sóknargjöldin í fjárlögum sem ríkiskirkjan mótmælir af krafti og fær sínu framgengt ár eftir ár. Fjárreiður margra sókna Íslands eru í algjörum ólestri en tugir safnaða ríkiskirkjunnar eru tæknilega gjaldþrota. Því skal haldið til haga að sóknargjöldin greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Þeir eru ríkisstarfsmenn (en samt ekki). Sóknargjöldin okkar greiða fyrir allskonar hluti eins og orgel, sunnudagaskólann, viðhald á byggingum og margt fleira. Bókhaldið er oft hvorki gegnsætt né aðgengilegt og sum af stóru félögunum virðast eiga í stökustu vandræðum með að reka sig réttu megin við núllið þrátt fyrir að fá milljónir í sóknargjöld. Eitt af litlu félögunum er DíaMat, félag um díalektíska efnishyggju, með 199 skráða meðlimi þegar þetta er skrifað. Sóknargjöld félagsins renna að stórum hluta í góðgerðamál og til valdeflingar þeirra sem eiga undir högg að sækja enda söfnum við okkur ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir. Félagið hefur m.a. styrkt Píeta samtökin, Félagið Ísland Palestína og Rétt barna á flótta, svo einhver dæmi séu nefnd. Að lokum er vert að nefna að stór hluti Íslendinga stendur utan trúfélaga. Ríkið reiknar engin sóknargjöld á þá einstaklinga en þeir borga þau nú samt. Eini munurinn er sá að þeir einstaklingar hafa ekkert um það að segja hvert þau renna eða hvernig þeim er ráðstafað. Það er lífsseig mýta að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga renni til Háskóla Íslands en það fyrirkomulag var afnumið 2009. Þú getur haft áhrif á það hvert þín sóknargjöld renna og ég hvet þig til að taka upplýsta ákvörðun um það. Ef þú skráir þig í DíaMat getur þú haft bein áhrif á hvert okkar sóknargjöld renna á næsta ári. Þú getur breytt skráningunni þinni í dag á einfaldan hátt á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is. Höfundur er skattpíndur trúleysingi og gjaldkeri DíaMat.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun