Friðarhugvekja Guðjón Jensson skrifar 10. desember 2023 13:31 Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna. Dwigth Eisenhower hélt eftirminnilega ræðu sem oft hefur verið síðan vitnað til. Þessi forseti varð heimskunnur í síðari heimstyrjödinni fyrir að vera æðsti yfirmaður bandaríkjahers í Evrópu á miklum örlagatímum. Sjálfsagt hefur enginn annar haft jafnmikla yfirsýn á vopnabúnað, styrjaldatækni og allt það sem lýtur að ófrið. Og hvað sagði þessi furrum yfirhershöfðingi og fráfarandi forseti þennan janúardag 1961. Hann aðvaraði bandarísku þjóðina og þar með alla heimsbyggðina gagnvart sífellt vaxandi hernaðarumsvifum. Taldi hann mikla vá fyrir dyrum að hergagnaframeiðslan væri sífellt að færa sig upp á skaftið að ná undirtökunum við stjórn Bandaríkjanna og þar með heimsins. Um þessa óvenjulegu ræðu fyrrum yfirhershöfðingjans hafa margir fundir verið haldnir sem og ráðstefnur. Það hafa verið ritaðar fjöldinn allur af bókum um þessa ræðu og margt hefur verið ritað og rætt undir áhrifum varnaðarorða forsetans fyrrverandi. Í haust sem leið gerðu Hamas skæruliðasamtökin mjög ámælisverða og fólskulega árás á Ísrael. Ekkert er það sem afsakar þessi voðaverk. En hugum dálítið hvað síðan hefur gerst: Varla leið sólarhringur frá þessum árásum að gríðarstórar herflutningaflugvélar lentu troðfullar af hergögnum í Ísrael. Gróflega hefur þeim verið flogið 12-15.000 km og um 12 tímabelti frá austurströnd BNA. Og síðan hafa verið framdar gríðarlegar árásir gegn öllum þeim sem búa á Gaza og engum hlíft að undanskyldum nokkrum dögum þá um vopnahlé örfáa daga var samið. Áleitin spurning er hvort þetta hafi allt verið af ráðnum hug komið í kring? Þvilík grimmd gangvart óbreyttum borgurum hefur vart þekkstt í langan tíma. Og nú á dögunum var borin upp tillaga af framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um áframhaldandi vopnahlé. Þá gerist það að fulltrúi mesta hernaðarveldis heims, BNA beitir neitunarvaldi. Bretar sátu hjá. Mátti ekki gera hlé á gróðavoninni að selja enn meira af vopnum? Það er sérkennilegt að á dögunum bárust þær fréttir frá BNA að hagvöxtur þar í landi hefur lengi vel ekki mælst meiri. Hernaðarumsvif BNA hafa því miður haft mikil áhrif á hagvöxt og er miður að framleiðsla og sala vopna sé megindrifkraftur efnahagslífsins þar vestra. Mannréttindi og lýðræði er af mörgum veraldlegum forystumönnum ekki talin vera svo mikilvæg. Það er eins og ekkert megi trufla gróðavonina og hagvöxtinn. Mannúðin er ekki talin upp á margra fiska virði talin. Við minnumst hryllilegra einræðisherra fortíðarinnar. Hvort nöfn Benjamins Natayaho og Wladimir Pútins bætast við, skal ekkert fullyrða. Því miður er framkoma þeirra beggja gagnvart mannkyninu hreint skelfileg og þeirra minnst sem einhverra verstu friðarspilla heimsbyggðarinnar. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna. Dwigth Eisenhower hélt eftirminnilega ræðu sem oft hefur verið síðan vitnað til. Þessi forseti varð heimskunnur í síðari heimstyrjödinni fyrir að vera æðsti yfirmaður bandaríkjahers í Evrópu á miklum örlagatímum. Sjálfsagt hefur enginn annar haft jafnmikla yfirsýn á vopnabúnað, styrjaldatækni og allt það sem lýtur að ófrið. Og hvað sagði þessi furrum yfirhershöfðingi og fráfarandi forseti þennan janúardag 1961. Hann aðvaraði bandarísku þjóðina og þar með alla heimsbyggðina gagnvart sífellt vaxandi hernaðarumsvifum. Taldi hann mikla vá fyrir dyrum að hergagnaframeiðslan væri sífellt að færa sig upp á skaftið að ná undirtökunum við stjórn Bandaríkjanna og þar með heimsins. Um þessa óvenjulegu ræðu fyrrum yfirhershöfðingjans hafa margir fundir verið haldnir sem og ráðstefnur. Það hafa verið ritaðar fjöldinn allur af bókum um þessa ræðu og margt hefur verið ritað og rætt undir áhrifum varnaðarorða forsetans fyrrverandi. Í haust sem leið gerðu Hamas skæruliðasamtökin mjög ámælisverða og fólskulega árás á Ísrael. Ekkert er það sem afsakar þessi voðaverk. En hugum dálítið hvað síðan hefur gerst: Varla leið sólarhringur frá þessum árásum að gríðarstórar herflutningaflugvélar lentu troðfullar af hergögnum í Ísrael. Gróflega hefur þeim verið flogið 12-15.000 km og um 12 tímabelti frá austurströnd BNA. Og síðan hafa verið framdar gríðarlegar árásir gegn öllum þeim sem búa á Gaza og engum hlíft að undanskyldum nokkrum dögum þá um vopnahlé örfáa daga var samið. Áleitin spurning er hvort þetta hafi allt verið af ráðnum hug komið í kring? Þvilík grimmd gangvart óbreyttum borgurum hefur vart þekkstt í langan tíma. Og nú á dögunum var borin upp tillaga af framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um áframhaldandi vopnahlé. Þá gerist það að fulltrúi mesta hernaðarveldis heims, BNA beitir neitunarvaldi. Bretar sátu hjá. Mátti ekki gera hlé á gróðavoninni að selja enn meira af vopnum? Það er sérkennilegt að á dögunum bárust þær fréttir frá BNA að hagvöxtur þar í landi hefur lengi vel ekki mælst meiri. Hernaðarumsvif BNA hafa því miður haft mikil áhrif á hagvöxt og er miður að framleiðsla og sala vopna sé megindrifkraftur efnahagslífsins þar vestra. Mannréttindi og lýðræði er af mörgum veraldlegum forystumönnum ekki talin vera svo mikilvæg. Það er eins og ekkert megi trufla gróðavonina og hagvöxtinn. Mannúðin er ekki talin upp á margra fiska virði talin. Við minnumst hryllilegra einræðisherra fortíðarinnar. Hvort nöfn Benjamins Natayaho og Wladimir Pútins bætast við, skal ekkert fullyrða. Því miður er framkoma þeirra beggja gagnvart mannkyninu hreint skelfileg og þeirra minnst sem einhverra verstu friðarspilla heimsbyggðarinnar. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun