Skrásetning í Palestínu Ingólfur Gíslason skrifar 22. desember 2023 15:01 Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ingólfur Gíslason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun