Bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkaðir í fyrsta sinn í 8 ár Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 5. janúar 2024 07:00 Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum. Gott samstarf hefur verið við ÖBÍ-réttindasamtök um þessar þýðingarmiklu breytingar og ég fagna því að geta með þessu bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, aukið stuðning við tekjuminna fólk og stuðlað að auknum orkuskiptum og réttlátum grænum umskiptum í samfélaginu. Fyrsta hækkun í átta ár Hækkanirnar tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr. og fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr. Styrkur til kaupa á bifreið fyrir þau sem eru verulega hreyfihömluð nemur eftir hækkunina 2.000.000 kr. Fjárhæðirnar hækkuðu síðast í nóvember 2015. Þess ber að geta að uppbætur og styrkir vegna bifreiðakaupa hafa ekki áhrif á fjárhæðir annarra greiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Þá hefur hámarksfjárhæð styrks til kaupa á sérútbúinni bifreið hækkað í 7.400.000 kr. en þar er um að ræða einstaklinga sem vegna mikillar fötlunar komast ekki af án sérútbúinnar bifreiðar. Upphæð þessa styrks hækkaði síðast í júní 2020. Loks er 10% hærri styrkur fyrir sérútbúna hreina rafbíla samkvæmt reglugerðinni og hámarksfjárhæð 8.140.000 kr. Framvegis verði hækkanir árlega Með reglugerðarbreytingunni hef ég einnig gert þá mikilvægu breytingu að hækkanir á uppbótum og styrkjum vegna bifreiðakaupa verða í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga á ári hverju. Þannig er sem fyrr segir tryggt að hækkanirnar eigi sér stað árlega sem festir í sessi reglubundnar hækkanir á þessum mikilvæga stuðningi við fatlað fólk. Stuðlað að réttlátum grænum umskiptum Markmiðið er að hreyfihömluðum einstaklingum gefist í auknum mæli kostur á að fjárfesta í umhverfisvænni bifreiðum sem hafa minni neikvæð áhrif á loftslagið. Almennt gildir að einstaklingar geta nú sótt um styrk til Orkusjóðs til rafbílakaupa, allt að 900 þúsund krónur, að því gefnu að kaupverð bifreiðar sé undir 10.000.000 krónum. Sérútbúnar bifreiðar fyrir hreyfihamlaða eru hins vegar gjarnan dýrari en þetta hámark kaupverðs og því er það fellt niður í tilfelli sérútbúinna hreinna rafbíla. Auk þess gerir reglugerð mín ráð fyrir sérstökum aukastyrk fyrir þessar bifreiðar þar sem að þær eru dýrari í verði. Hreyfihamlaður einstaklingur sem kaupir sérútbúinn hreinan rafbíl getur þannig hvort tveggja fengið 900.000 kr. styrk úr Orkusjóði og allt að 8.140.000 kr. styrk á grundvelli framangreindrar reglugerðar. Þessi stefnubreyting er í samræmi við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og aukna félagslega sjálfbærni. Með þessu stuðlar ríkisstjórnin að því að tiltekinn hópur sem margt tekjulægra fólk tilheyrir geti frekar tekið þátt í orkuskiptum og þar með að réttlátari grænum umskiptum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum. Gott samstarf hefur verið við ÖBÍ-réttindasamtök um þessar þýðingarmiklu breytingar og ég fagna því að geta með þessu bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, aukið stuðning við tekjuminna fólk og stuðlað að auknum orkuskiptum og réttlátum grænum umskiptum í samfélaginu. Fyrsta hækkun í átta ár Hækkanirnar tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr. og fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr. Styrkur til kaupa á bifreið fyrir þau sem eru verulega hreyfihömluð nemur eftir hækkunina 2.000.000 kr. Fjárhæðirnar hækkuðu síðast í nóvember 2015. Þess ber að geta að uppbætur og styrkir vegna bifreiðakaupa hafa ekki áhrif á fjárhæðir annarra greiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Þá hefur hámarksfjárhæð styrks til kaupa á sérútbúinni bifreið hækkað í 7.400.000 kr. en þar er um að ræða einstaklinga sem vegna mikillar fötlunar komast ekki af án sérútbúinnar bifreiðar. Upphæð þessa styrks hækkaði síðast í júní 2020. Loks er 10% hærri styrkur fyrir sérútbúna hreina rafbíla samkvæmt reglugerðinni og hámarksfjárhæð 8.140.000 kr. Framvegis verði hækkanir árlega Með reglugerðarbreytingunni hef ég einnig gert þá mikilvægu breytingu að hækkanir á uppbótum og styrkjum vegna bifreiðakaupa verða í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga á ári hverju. Þannig er sem fyrr segir tryggt að hækkanirnar eigi sér stað árlega sem festir í sessi reglubundnar hækkanir á þessum mikilvæga stuðningi við fatlað fólk. Stuðlað að réttlátum grænum umskiptum Markmiðið er að hreyfihömluðum einstaklingum gefist í auknum mæli kostur á að fjárfesta í umhverfisvænni bifreiðum sem hafa minni neikvæð áhrif á loftslagið. Almennt gildir að einstaklingar geta nú sótt um styrk til Orkusjóðs til rafbílakaupa, allt að 900 þúsund krónur, að því gefnu að kaupverð bifreiðar sé undir 10.000.000 krónum. Sérútbúnar bifreiðar fyrir hreyfihamlaða eru hins vegar gjarnan dýrari en þetta hámark kaupverðs og því er það fellt niður í tilfelli sérútbúinna hreinna rafbíla. Auk þess gerir reglugerð mín ráð fyrir sérstökum aukastyrk fyrir þessar bifreiðar þar sem að þær eru dýrari í verði. Hreyfihamlaður einstaklingur sem kaupir sérútbúinn hreinan rafbíl getur þannig hvort tveggja fengið 900.000 kr. styrk úr Orkusjóði og allt að 8.140.000 kr. styrk á grundvelli framangreindrar reglugerðar. Þessi stefnubreyting er í samræmi við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og aukna félagslega sjálfbærni. Með þessu stuðlar ríkisstjórnin að því að tiltekinn hópur sem margt tekjulægra fólk tilheyrir geti frekar tekið þátt í orkuskiptum og þar með að réttlátari grænum umskiptum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í SV-kjördæmi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar