Matarhola á orkumarkaði Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 11. janúar 2024 11:01 Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Orkumál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun