Gervigreind - Bylting á ógnarhraða ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) skrifar 16. janúar 2024 14:01 Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Atvinnurekendur Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun