Nú á að einkavæða ellina Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 17. janúar 2024 14:01 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins. Sú pólitíska stefna að veikja skipulega velferðarríkið og tilfærslukerfin hefur það að markmiði að rýra þjónustuna til að greiða fyrir einkavæðingu hennar. Um liðna helgi kynnti heilbrigðisráðherra óvænt og án minnstu umræðu áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Í viðtali við sjónvarp Morgunblaðsins lýsti ráðherrann yfir algjörri uppgjöf gagnvart því verkefni að tryggja landsmönnum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og greitt hafa fyrir með sköttum sínum. Nái þetta feigðarflan ríkisstjórnarinnar fram að ganga fetum við í fótspor breskra frjálshyggjumanna sem tekist hefur að rústa fyrirkomulagi hjúkrunarþjónustu þar í landi og magna upp ójöfnuð og stéttskiptingu í aðhlynningu aldraðra. Hér eins og þar er draumurinn sá að gera elli og hrumleika mannfólksins að gróðaleið fyrir fjármagnsöflin. „Sérhæfð einkafyrirtæki” munu yfirtaka reksturinn með skilgreindum „arðsemiskröfum”. Tilheyrandi spillingu má t.d. innleiða með því að ríkið ábyrgist lán fyrir valin fyrirtæki í eigu réttra aðila. Gróf aðför að velferðarríkinu Áform þessi eru stórhættuleg og fela í sér grófustu aðför seinni tíma að velferðarríkinu. Því verður ekki trúað að almenningur í landinu sætti sig við slíka byltingu. Þegar ríkisvaldið á það úrræði eitt að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu hefur það í raun sagt upp sjálfum samfélagssáttmálanum sem fellst m.a. í greiðslu skatta til sjúkratrygginga. Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands má m.a. lesa þetta: „Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.” Við blasir að ríkisvaldið hefur snúið baki við þessu grunnmarkmiði laganna. Skortstefnan hefur nú þegar búið til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir betur stæðu geta keypt sér nauðsynlega þjónustu á meðan aðrir landsmenn eru settir á biðlista eftir að komast á biðlista. Nú er stefnt að því að auka ójöfnuðinn með því að gefa aðstandendum aldraðra kost á að kaupa ólíkar og misdýrar „þjónustuleiðir” innan einkavæddra hjúkrunarheimila. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í ræðu og riti að samfélag okkar standi á krossgötum. Ég heiti á almenning allan og ábyrga stjórnmálamenn að hrinda þessari óværu einkavæðingar og gróðahyggju af samfélagi okkar og að standa vörð um þau grunngildi velferðar og samhjálpar sem þjóðin hefur jafnan haft í heiðri. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Eldri borgarar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins. Sú pólitíska stefna að veikja skipulega velferðarríkið og tilfærslukerfin hefur það að markmiði að rýra þjónustuna til að greiða fyrir einkavæðingu hennar. Um liðna helgi kynnti heilbrigðisráðherra óvænt og án minnstu umræðu áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Í viðtali við sjónvarp Morgunblaðsins lýsti ráðherrann yfir algjörri uppgjöf gagnvart því verkefni að tryggja landsmönnum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og greitt hafa fyrir með sköttum sínum. Nái þetta feigðarflan ríkisstjórnarinnar fram að ganga fetum við í fótspor breskra frjálshyggjumanna sem tekist hefur að rústa fyrirkomulagi hjúkrunarþjónustu þar í landi og magna upp ójöfnuð og stéttskiptingu í aðhlynningu aldraðra. Hér eins og þar er draumurinn sá að gera elli og hrumleika mannfólksins að gróðaleið fyrir fjármagnsöflin. „Sérhæfð einkafyrirtæki” munu yfirtaka reksturinn með skilgreindum „arðsemiskröfum”. Tilheyrandi spillingu má t.d. innleiða með því að ríkið ábyrgist lán fyrir valin fyrirtæki í eigu réttra aðila. Gróf aðför að velferðarríkinu Áform þessi eru stórhættuleg og fela í sér grófustu aðför seinni tíma að velferðarríkinu. Því verður ekki trúað að almenningur í landinu sætti sig við slíka byltingu. Þegar ríkisvaldið á það úrræði eitt að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu hefur það í raun sagt upp sjálfum samfélagssáttmálanum sem fellst m.a. í greiðslu skatta til sjúkratrygginga. Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands má m.a. lesa þetta: „Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.” Við blasir að ríkisvaldið hefur snúið baki við þessu grunnmarkmiði laganna. Skortstefnan hefur nú þegar búið til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir betur stæðu geta keypt sér nauðsynlega þjónustu á meðan aðrir landsmenn eru settir á biðlista eftir að komast á biðlista. Nú er stefnt að því að auka ójöfnuðinn með því að gefa aðstandendum aldraðra kost á að kaupa ólíkar og misdýrar „þjónustuleiðir” innan einkavæddra hjúkrunarheimila. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í ræðu og riti að samfélag okkar standi á krossgötum. Ég heiti á almenning allan og ábyrga stjórnmálamenn að hrinda þessari óværu einkavæðingar og gróðahyggju af samfélagi okkar og að standa vörð um þau grunngildi velferðar og samhjálpar sem þjóðin hefur jafnan haft í heiðri. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun