Fjármálaráðuneytið hefur áfram rangt við niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum Jón Frímann Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 07:30 Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Jón Frímann Jónsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun