Katrín Jakobsdóttir <3 Trump Gabríel Ingimarsson skrifar 23. febrúar 2024 06:00 Á dögunum sagði Donald Trump að hann myndi ekki koma NATO ríkjum til varnar sem verja minna en 2% af landsframleiðslu til varnarmála. Sagði hann jafnframt að hann myndi hreinlega hvetja Rússa til þess að ráðast á þau ríki sem ekki uppfylli þessi viðmið. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og eru talin til marks um það að líklegasta forsetaefni Repúblikana ætli sér að grafa enn frekar undan varnarbandalaginu. Varnir og öryggi okkar Íslendinga byggja á aðild okkar að NATO, öll okkar egg eru í þeirri körfu. Það er því mikið öryggismál fyrir okkur sem þjóð að geta stólað á það. Langstærstur hluti þjóðarinnar eru hlynnt aðild Íslands að bandalaginu. Ummæli forsetans fyrrverandi hljóta þó að vekja sérstaka kátínu í röðum íslenskra hernaðarandstæðinga. Enda hafa þeir löngum haft það að markmiði að Ísland sé með öllu varnarlaust og standi utan NATO. Það sama má segja um VG, flokk Katrínar Jakobsdóttur sem barist hefur gegn veru Íslands í bandalaginu í áraraðir og vill að Ísland segi sig úr NATO. Hér hafa því skapast skoðanasystkini úr óvæntri átt, Donald Trump og Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra Íslands hlýtur að kætast yfir þessari tilraun Trump til að grafa undan samstöðu innan NATO. Enda er opinbert markmið VG að á Íslandi séu engar raunverulegar varnir. Vinstri græn hljóta því að sjá mikil tækifæri í endurkjöri Trump. Segjum sem svo að Trump verði endurkjörinn. Segjum sem svo að honum takist að mylja undan NATO. Segjum sem svo að hingað komi rússneskt herlið. Þá getum við væntanlega stólað á hernaðarandstæðingana í VG að minna Pútín á að Ísland hafni jú hernaði og standi fyrir frið. Einfalt ekki satt? Samtök hernaðarandstæðinga geta þá hrósað happi. Lifi friðurinn. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn NATO Vinstri græn Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum sagði Donald Trump að hann myndi ekki koma NATO ríkjum til varnar sem verja minna en 2% af landsframleiðslu til varnarmála. Sagði hann jafnframt að hann myndi hreinlega hvetja Rússa til þess að ráðast á þau ríki sem ekki uppfylli þessi viðmið. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og eru talin til marks um það að líklegasta forsetaefni Repúblikana ætli sér að grafa enn frekar undan varnarbandalaginu. Varnir og öryggi okkar Íslendinga byggja á aðild okkar að NATO, öll okkar egg eru í þeirri körfu. Það er því mikið öryggismál fyrir okkur sem þjóð að geta stólað á það. Langstærstur hluti þjóðarinnar eru hlynnt aðild Íslands að bandalaginu. Ummæli forsetans fyrrverandi hljóta þó að vekja sérstaka kátínu í röðum íslenskra hernaðarandstæðinga. Enda hafa þeir löngum haft það að markmiði að Ísland sé með öllu varnarlaust og standi utan NATO. Það sama má segja um VG, flokk Katrínar Jakobsdóttur sem barist hefur gegn veru Íslands í bandalaginu í áraraðir og vill að Ísland segi sig úr NATO. Hér hafa því skapast skoðanasystkini úr óvæntri átt, Donald Trump og Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra Íslands hlýtur að kætast yfir þessari tilraun Trump til að grafa undan samstöðu innan NATO. Enda er opinbert markmið VG að á Íslandi séu engar raunverulegar varnir. Vinstri græn hljóta því að sjá mikil tækifæri í endurkjöri Trump. Segjum sem svo að Trump verði endurkjörinn. Segjum sem svo að honum takist að mylja undan NATO. Segjum sem svo að hingað komi rússneskt herlið. Þá getum við væntanlega stólað á hernaðarandstæðingana í VG að minna Pútín á að Ísland hafni jú hernaði og standi fyrir frið. Einfalt ekki satt? Samtök hernaðarandstæðinga geta þá hrósað happi. Lifi friðurinn. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar