Skoðun

Til allra stéttar­fé­laga og at­vinnu­rek­enda

Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana? Vissuð þið að áfallið við að greinast með frjósemisvandi er sambærilegt því að greinast með krabbamein? Vissuð þið að það er engin skemmtun fólgin í því að fara í tæknifrjóvgunarferðir erlendis? Vissuð þið að margir einstaklingar þurfa að nýta sumar orlofsdaga í þetta ferli sem er langt frá því að vera orlof?

Draumur marga einstaklinga/para um að verða foreldri er algengari en fólki grunar og oft erfiðleikum gæddur. Þeim fjölgar pörunum sem leita út fyrir landsteinana til að fá draum sinn uppfylltan að verða foreldri. Ferlið er bæði mjög dýrt og erfitt andlega og líkamlega. Hugurinn leitar stanslaust að því hvort örvun takist, frjóvgun verði, mun þessi meðferð ganga upp? Ef ég fæ jákvætt próf, mun ég þá halda fóstrinu eða mun ég missa aftur. Mun ég þurfa að fara aftur út í fleiri uppsetningar ef ég er svo heppin að ná fósturvísum í fyrsti? Engin fer í þetta ferli og skellir sér í tæknifrjóvgunarmeðferð erlendis vegna skemmtunar.

Þetta ferli er bæði dýrt og það tekur mikið á andlega. Þess vegna er sorglegt að fólk þurfi að eyða orlofsdögum sínum í ferlið sem getur tekið allt upp í rúmar 2 vikur í fjarveru frá vinnu. Sem betur fer er þó ákvæði í sumum kjarasamningum um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar. Ég skora hér með á öll stéttarfélög að setja þetta í sína kjarasamninga. Einnig vil ég minna alla yfirmenn og atvinnurekendur á að fólk fer ekki í þetta ferli sér til gleði og skemmtunar heldur vegna þess að þeim langar að fá draum sinn uppfylltan.

Þess má geta að frjósemisvandi er sjúkdómur samkvæmt WHO.

Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×