Með hjartað á réttum stað Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 5. mars 2024 13:31 Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar. En einhvern veginn virðist þetta ekki vera raunin. Það hvarflar hreinlega að manni að við séum ófær um að geta átt samtalið um þessi mál og áhrifin, sama hve lítil eða mikil við teljum þau vera, á samfélagið okkar. Þegar upp er staðið þá hafa orðið gríðarlegar breytingar á okkar samfélagi undanfarin ár, hvort sem við teljum það jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Hlutfall þeirra sem hér búa og eru af erlendi bergi brotnir hefur hækkað. Hælisleitendum og flóttafólki hefur fjölgað og öllum breytingum fylgja áskoranir. Við leysum ekki áskoranirnar með því að loka augunum og það er okkur eðlilegt að óttast breytingar eða í það minnsta staldra aðeins við þær. Að því sögðu þá skiptir að sjálfsögðu máli hvernig við tökumst á við þessar áskoranir, en það verður ekki gert með því að úthrópa hvort annað þegar okkur mislíkar orðræðan. Sértu talinn til vinstri í útlendingamálum ertu úthrópaður no-borders aktívisti sem vill bara stjórnleysi. Sértu talinn til hægri í útlendingamálum ertu úthrópaður ómannúðlegur rasisti. Hvernig í ósköpunum á umræðan að geta orðið árangursrík þegar við nálgumst hana svona? Hvoru megin sem fólk er talið þá verðum við að ætla að í grunninn sé þetta fólk sem er annt um samfélagið sitt, þó svo okkur kunni að þykja nálgunin röng. Er við þær aðstæður eina rétta að taka samtalið og beina fólki á rétta braut. Ég fagna umræðunni. Ég fagna því að fólk tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum í þessum málefnum. En um leið og fólk tjáir sig þá verðum við líka að huga að því hvernig við svörum því. Sé tjáningin vitlaus eða að fólk fari með rangt mál þá getur það ekki verið rétt viðbragð að úthrópa viðkomandi sem fáfróðan rasista, eða á hinn bóginn að úthrópa viðkomandi “góða fólkið” sem hefur ekki skilning á aðstæðum. Það gengur ekki. Við eigum að fagna því að fólk spyrji spurninga og tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum, það er svo á okkar ábyrgð að leiðbeina og taka samtalið. Ég trúi því að við séum flest með hjartað á réttum stað. Ég trúi því að hvort sem fólk tjáir sig svona eða hinsegin í málefnum útlendinga, þá liggi í grunninn góð hugsun að baki, ekki eintómt hatur og mannvonska. Ég vona að við sem samfélag getum tekið umræðuna á hærra plan og nálgast samtalið út frá málefnum, rökum, tölum og gögnum. Það gagnast umræðunni engan veginn að skapa sér andstæðinga í öllum hornum. Höfundur er formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar. En einhvern veginn virðist þetta ekki vera raunin. Það hvarflar hreinlega að manni að við séum ófær um að geta átt samtalið um þessi mál og áhrifin, sama hve lítil eða mikil við teljum þau vera, á samfélagið okkar. Þegar upp er staðið þá hafa orðið gríðarlegar breytingar á okkar samfélagi undanfarin ár, hvort sem við teljum það jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Hlutfall þeirra sem hér búa og eru af erlendi bergi brotnir hefur hækkað. Hælisleitendum og flóttafólki hefur fjölgað og öllum breytingum fylgja áskoranir. Við leysum ekki áskoranirnar með því að loka augunum og það er okkur eðlilegt að óttast breytingar eða í það minnsta staldra aðeins við þær. Að því sögðu þá skiptir að sjálfsögðu máli hvernig við tökumst á við þessar áskoranir, en það verður ekki gert með því að úthrópa hvort annað þegar okkur mislíkar orðræðan. Sértu talinn til vinstri í útlendingamálum ertu úthrópaður no-borders aktívisti sem vill bara stjórnleysi. Sértu talinn til hægri í útlendingamálum ertu úthrópaður ómannúðlegur rasisti. Hvernig í ósköpunum á umræðan að geta orðið árangursrík þegar við nálgumst hana svona? Hvoru megin sem fólk er talið þá verðum við að ætla að í grunninn sé þetta fólk sem er annt um samfélagið sitt, þó svo okkur kunni að þykja nálgunin röng. Er við þær aðstæður eina rétta að taka samtalið og beina fólki á rétta braut. Ég fagna umræðunni. Ég fagna því að fólk tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum í þessum málefnum. En um leið og fólk tjáir sig þá verðum við líka að huga að því hvernig við svörum því. Sé tjáningin vitlaus eða að fólk fari með rangt mál þá getur það ekki verið rétt viðbragð að úthrópa viðkomandi sem fáfróðan rasista, eða á hinn bóginn að úthrópa viðkomandi “góða fólkið” sem hefur ekki skilning á aðstæðum. Það gengur ekki. Við eigum að fagna því að fólk spyrji spurninga og tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum, það er svo á okkar ábyrgð að leiðbeina og taka samtalið. Ég trúi því að við séum flest með hjartað á réttum stað. Ég trúi því að hvort sem fólk tjáir sig svona eða hinsegin í málefnum útlendinga, þá liggi í grunninn góð hugsun að baki, ekki eintómt hatur og mannvonska. Ég vona að við sem samfélag getum tekið umræðuna á hærra plan og nálgast samtalið út frá málefnum, rökum, tölum og gögnum. Það gagnast umræðunni engan veginn að skapa sér andstæðinga í öllum hornum. Höfundur er formaður ASÍ-UNG.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun