Skórinn skal passa- sama hvað tautar og raular! Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar 6. mars 2024 10:01 Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun