Þetta segir í yfirlýsingu mathallarinnar, sem send er í ljósi fréttaflutnings af veitingakeðjunni Wok On.
Þar segir að Wok On sé sjálfstæður rekstraraðili í Borgartúni 29, sama húsi og Borg29 starfar, og hafi verið starfandi í húsinu áður en Borg29 tók til starfa vorið 2021. Wo kOn hafi eigin leigusamning við eiganda hússins og Borg29 hafi enga milligöngu þar um.
„Wok On í Borgartúni hefur eigið eldhús og vinnuaðstöðu og deilir hvorki eldhúsi, lager né kælum með rekstraraðilum Borg29 á nokkurn hátt.“
Borg29 og Wok On hafi hins vegar átt í samstarfi með markaðsmál þar sem veitingastaðir í Borgartúni 29 eru kynntir. Því samstarfi hafi nú verið slitið.