Ábyrgð BNA á þjóðarmorðinu á Gaza Andrés Skúlason, Steinar Harðarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Pétur Heimisson skrifa 8. mars 2024 07:02 Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Pétur Heimisson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Sjá meira
Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun