Markalaust hjá Genoa gegn gömlu frúnni Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 13:30 Albert Guðmundsson í leik með Genoa. Vísir/Getty Images Juventus gerði sér ekki kápu úr klæðinu þegar Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsóttu þá í 29. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Markalaus niðurstaða þrátt fyrir fjöldan allan af færum og Dusan Vlahovic var rekinn af velli í uppbótartíma. Heimamenn voru hættulegri aðili leiksins lengst af og færi gestanna af skornum skammti. Albert Guðmundsson hafði skorað í síðustu tveimur leikjum gegn Juventus en tókst ekki að leika það eftir. Hann átti reyndar góða fyrirgjöf úr aukaspyrnu á 7. mínútu sem rataði á miðvörðinn Mattia Bani, hann stýrði skallanum á markið en markvörður Juventus gerði vel og blakaði boltanum frá. Rétt fyrir hálfleikslok vildi Juventus sjá vítaspyrnu dæmda í tvígang, fyrst fyrir olnbogaskot sem Djed Spence gaf framherjanum Dusan Vlahovic og svo aftur örskömmu síðar þegar Federico Chiesa féll niður í teignum eftir tæklingu Djed Spence, sem slapp með skrekkinn í bæði skipti. Það var því markalaust þegar hálfleiksflautið gall og liðin gengu til búningsherbergja. Þegar komið var út í seinni hálfleikinn hélt Juventus áfram að herja að marki gestanna. Varamaðurinn Samuel Iling átti óvænt en gott skot þegar hann reyndi að gefa boltann fyrir markið o það endaði í stönginni. Dusan Vlahovic átti svo tvö góð skallafæri en tókst ekki að stýra boltanum á markið. Aftur endaði skot frá Juventus í stönginni þegar Moise Kean skaut að marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Dusan Vlahovic var áminntur og svo rekinn af velli í uppbótartíma fyrir að mótmæla ákvörðun dómara. Þrátt fyrir fjölda marktækifæra tókst Juventus ekki að finna netið, gott stig fyrir Genoa sem situr örugglega um miðja deild í 12. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn
Juventus gerði sér ekki kápu úr klæðinu þegar Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsóttu þá í 29. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Markalaus niðurstaða þrátt fyrir fjöldan allan af færum og Dusan Vlahovic var rekinn af velli í uppbótartíma. Heimamenn voru hættulegri aðili leiksins lengst af og færi gestanna af skornum skammti. Albert Guðmundsson hafði skorað í síðustu tveimur leikjum gegn Juventus en tókst ekki að leika það eftir. Hann átti reyndar góða fyrirgjöf úr aukaspyrnu á 7. mínútu sem rataði á miðvörðinn Mattia Bani, hann stýrði skallanum á markið en markvörður Juventus gerði vel og blakaði boltanum frá. Rétt fyrir hálfleikslok vildi Juventus sjá vítaspyrnu dæmda í tvígang, fyrst fyrir olnbogaskot sem Djed Spence gaf framherjanum Dusan Vlahovic og svo aftur örskömmu síðar þegar Federico Chiesa féll niður í teignum eftir tæklingu Djed Spence, sem slapp með skrekkinn í bæði skipti. Það var því markalaust þegar hálfleiksflautið gall og liðin gengu til búningsherbergja. Þegar komið var út í seinni hálfleikinn hélt Juventus áfram að herja að marki gestanna. Varamaðurinn Samuel Iling átti óvænt en gott skot þegar hann reyndi að gefa boltann fyrir markið o það endaði í stönginni. Dusan Vlahovic átti svo tvö góð skallafæri en tókst ekki að stýra boltanum á markið. Aftur endaði skot frá Juventus í stönginni þegar Moise Kean skaut að marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Dusan Vlahovic var áminntur og svo rekinn af velli í uppbótartíma fyrir að mótmæla ákvörðun dómara. Þrátt fyrir fjölda marktækifæra tókst Juventus ekki að finna netið, gott stig fyrir Genoa sem situr örugglega um miðja deild í 12. sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti