Íslenskt táknmál, ég og við öll Birta Björg Heiðarsdóttir skrifar 2. apríl 2024 07:30 Mig langar til að deila með ykkur hugrenningum mínum um íslenskt táknmál; tungumál sem hefur gefið mér svo mikið og ég á svo ótal mörg tengsl og tækifæri að þakka. En einhver gæti velt fyrir sér af hverju ætti ég að deila með ykkur mínum vangaveltum? Ung kona í þeirri forréttindastöðu að heyra, sjá, geta talað og geta tekið þátt í samfélaginu á allan þann hátt sem mér þóknast. Og ekki nóg með það, þá starfa ég sem táknmálskennari í grunnskóla. En af hverju ekki ég? Ég trúi því nefnilega að við höfum öll eitthvað merkilegt að segja, höfum öll eitthvað fram að færa og þörfnumst öll eins; að á okkur sé hlustað og við séum skilin. Sú mannlega þrá að mynda og eiga tengsl við annað fólk ríkir svo sterkt innra með okkur öllum. Til þess notum við ýmsar leiðir, við reynum að ofur útskýra svo fólk skilji okkur betur, breytum okkur sjálfum svo það sé ekki of flókið að skilja okkur og afsökum okkur svo þegar það mistekst. Í öllum tilvikunum þurfa þó skilaboðin að komast áleiðis, komast manna á milli fyrir tilstilli tungumáls. En hvað gerum við þegar fólkið í kringum okkur neitar okkur um að gera okkur skiljanleg á nokkurn hátt, líkt og gert var með táknmálsbanninu um heim allan um aldamótin 1900. Banninu var framfylgt hér á landi frá miðri tuttugustu öld og var þá táknmál af öllu tagi bannað innan veggja heyrnleysingjaskólans en kennsla heyrnarlausra hafði fram að því farið fram á táknmáli. Börnin létu það ekki stoppa sig; vegna þess að þar sem er hópur einstaklinga, sem öll hafa þá sömu þrá að skilja og vera skilin, þar er til tungumál. Því stálust börnin til að tala saman á táknmáli utan kennslu, í frímínútum og á heimavistinni án vitundar heyrandi fólks. Börnin nýttu sér allar mögulegar leiðir til að eiga í samskiptum og tengslum hvort við annað, sóttu sér kunnáttu annars staðar frá og auðguðu þannig málið. Þar til þau höfðu loks fengið nóg og gerðu uppreisn (Valgerður Stefánsdóttir, 2023). Nemendurnir tóku stóla fram á gang, stilltu þeim upp í röð eftir ganginum endilöngum, settust í stólana, krosslögðu hendur og neituðu að fara inn í stofur nema þau fengju að tala þar táknmál; ekki fyrr en þeirra tilvist sem manneskjur væri viðurkennd að nýju. Það er því mikill sannleikur í eftirfarandi orðum Terje Basilier: “Ef ég viðurkenni mál annars manns, hef ég þar með viðurkennt manninn. En ef ég viðurkenni ekki mál hans, hef ég þar með hafnað honum, vegna þess að málið er hluti af okkur sjálfum” Þessi áhrifaríkuorð prýða veggi félags heyrnarlausra og áttu jafn vel við þá sem í dag og alla daga. Árið 2011 fékk íslenskt táknmál loks viðurkenninguna sem Döff fólk hafði barist fyrir lengi. Þau börðust fyrir því að hafa tækifæri til að mynda tengsl, börðust fyrir því að eiga innangengt í samfélag sem hafði kúgað þau og lítillækkað, því þrátt fyrir allt viljum við öll finna fyrir því að við séum einhvers virði. Þrátt fyrir að 13 ár séu frá því að íslenskt táknmál hlaut sinn réttmæta sess við hlið íslenskunnar í lagalegum skilningi er enn langt í land. En við megum ekki gefast upp; við megum ekki deyja ráðalaus heldur verðum við að sýna hugrökku börnunum sem sátu á ganginum samstöðu og skilning. Sýnum þeim að við erum tilbúin til að vera til staðar fyrir þau; til að gefa þeim tækifæri til að skilja og vera skilin. Það er kannski ekki þörf á því nú að raða stólum fram á gangi og krossleggja hendur en nú þurfum við hins vegar að líta upp, horfa í augu náungans, viðurkenna tilvist hvors annars, sýna að við erum tilbúin til að eiga samskipti hvort við annað, við sjáum hvort annað og finnum að við erum séð, gefum öðrum tækifæri til að skilja og vera skilin. Við höfum nefnilega öll getu til að skapa rými þar sem samkennd og skilningur ríkir. Líkt og ég sagði hér í byrjun,þá trúi ég því að við höfum öll frá einhverju merkilegu að segja. Líkt og nemandi minn á yngsta stigi sem gaf sig á tal við mig eftir kennslu fyrir ekki svo löngu síðan og í kjölfarið skildi ég betur tilveru hans og líðan. Nemandinn horfði á mig blíðlega og sagði með sínu barnslega sakleysi; „vá hvað lífið væri furðulega skemmtilegt ef öll myndu tala táknmál - meira að segja pabbi!“ Við höfum öll íslenskt táknmál í höndum okkar, líkt og slagorð Félags heyrnarlausra segir og því vil ég hvetja ykkur að lokum til að setja hendur upp! Sögulegar heimildir í greininni eru sóttar í doktorsritgerð Valgerðar Stefánsdóttur frá árinu 2023, Án táknmáls er ekkert líf. Upp með hendur!, sem hún varði við Háskóla Íslands. Ritgerðin markar mikilvæg tímamót í fræðilegri umfjöllun um íslenskt táknmál (ÍTM) því hún er fyrsta heildstæða yfirlitið um uppruna og þróun þess. Ég vil hvetja öll áhugasöm að kynna sér efni doktorsritgerðar Valgerðar, sem má finna í opnum aðgangi hér. Höfundur er menntaður táknmálstúlkur og starfar sem táknmálskennari í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mig langar til að deila með ykkur hugrenningum mínum um íslenskt táknmál; tungumál sem hefur gefið mér svo mikið og ég á svo ótal mörg tengsl og tækifæri að þakka. En einhver gæti velt fyrir sér af hverju ætti ég að deila með ykkur mínum vangaveltum? Ung kona í þeirri forréttindastöðu að heyra, sjá, geta talað og geta tekið þátt í samfélaginu á allan þann hátt sem mér þóknast. Og ekki nóg með það, þá starfa ég sem táknmálskennari í grunnskóla. En af hverju ekki ég? Ég trúi því nefnilega að við höfum öll eitthvað merkilegt að segja, höfum öll eitthvað fram að færa og þörfnumst öll eins; að á okkur sé hlustað og við séum skilin. Sú mannlega þrá að mynda og eiga tengsl við annað fólk ríkir svo sterkt innra með okkur öllum. Til þess notum við ýmsar leiðir, við reynum að ofur útskýra svo fólk skilji okkur betur, breytum okkur sjálfum svo það sé ekki of flókið að skilja okkur og afsökum okkur svo þegar það mistekst. Í öllum tilvikunum þurfa þó skilaboðin að komast áleiðis, komast manna á milli fyrir tilstilli tungumáls. En hvað gerum við þegar fólkið í kringum okkur neitar okkur um að gera okkur skiljanleg á nokkurn hátt, líkt og gert var með táknmálsbanninu um heim allan um aldamótin 1900. Banninu var framfylgt hér á landi frá miðri tuttugustu öld og var þá táknmál af öllu tagi bannað innan veggja heyrnleysingjaskólans en kennsla heyrnarlausra hafði fram að því farið fram á táknmáli. Börnin létu það ekki stoppa sig; vegna þess að þar sem er hópur einstaklinga, sem öll hafa þá sömu þrá að skilja og vera skilin, þar er til tungumál. Því stálust börnin til að tala saman á táknmáli utan kennslu, í frímínútum og á heimavistinni án vitundar heyrandi fólks. Börnin nýttu sér allar mögulegar leiðir til að eiga í samskiptum og tengslum hvort við annað, sóttu sér kunnáttu annars staðar frá og auðguðu þannig málið. Þar til þau höfðu loks fengið nóg og gerðu uppreisn (Valgerður Stefánsdóttir, 2023). Nemendurnir tóku stóla fram á gang, stilltu þeim upp í röð eftir ganginum endilöngum, settust í stólana, krosslögðu hendur og neituðu að fara inn í stofur nema þau fengju að tala þar táknmál; ekki fyrr en þeirra tilvist sem manneskjur væri viðurkennd að nýju. Það er því mikill sannleikur í eftirfarandi orðum Terje Basilier: “Ef ég viðurkenni mál annars manns, hef ég þar með viðurkennt manninn. En ef ég viðurkenni ekki mál hans, hef ég þar með hafnað honum, vegna þess að málið er hluti af okkur sjálfum” Þessi áhrifaríkuorð prýða veggi félags heyrnarlausra og áttu jafn vel við þá sem í dag og alla daga. Árið 2011 fékk íslenskt táknmál loks viðurkenninguna sem Döff fólk hafði barist fyrir lengi. Þau börðust fyrir því að hafa tækifæri til að mynda tengsl, börðust fyrir því að eiga innangengt í samfélag sem hafði kúgað þau og lítillækkað, því þrátt fyrir allt viljum við öll finna fyrir því að við séum einhvers virði. Þrátt fyrir að 13 ár séu frá því að íslenskt táknmál hlaut sinn réttmæta sess við hlið íslenskunnar í lagalegum skilningi er enn langt í land. En við megum ekki gefast upp; við megum ekki deyja ráðalaus heldur verðum við að sýna hugrökku börnunum sem sátu á ganginum samstöðu og skilning. Sýnum þeim að við erum tilbúin til að vera til staðar fyrir þau; til að gefa þeim tækifæri til að skilja og vera skilin. Það er kannski ekki þörf á því nú að raða stólum fram á gangi og krossleggja hendur en nú þurfum við hins vegar að líta upp, horfa í augu náungans, viðurkenna tilvist hvors annars, sýna að við erum tilbúin til að eiga samskipti hvort við annað, við sjáum hvort annað og finnum að við erum séð, gefum öðrum tækifæri til að skilja og vera skilin. Við höfum nefnilega öll getu til að skapa rými þar sem samkennd og skilningur ríkir. Líkt og ég sagði hér í byrjun,þá trúi ég því að við höfum öll frá einhverju merkilegu að segja. Líkt og nemandi minn á yngsta stigi sem gaf sig á tal við mig eftir kennslu fyrir ekki svo löngu síðan og í kjölfarið skildi ég betur tilveru hans og líðan. Nemandinn horfði á mig blíðlega og sagði með sínu barnslega sakleysi; „vá hvað lífið væri furðulega skemmtilegt ef öll myndu tala táknmál - meira að segja pabbi!“ Við höfum öll íslenskt táknmál í höndum okkar, líkt og slagorð Félags heyrnarlausra segir og því vil ég hvetja ykkur að lokum til að setja hendur upp! Sögulegar heimildir í greininni eru sóttar í doktorsritgerð Valgerðar Stefánsdóttur frá árinu 2023, Án táknmáls er ekkert líf. Upp með hendur!, sem hún varði við Háskóla Íslands. Ritgerðin markar mikilvæg tímamót í fræðilegri umfjöllun um íslenskt táknmál (ÍTM) því hún er fyrsta heildstæða yfirlitið um uppruna og þróun þess. Ég vil hvetja öll áhugasöm að kynna sér efni doktorsritgerðar Valgerðar, sem má finna í opnum aðgangi hér. Höfundur er menntaður táknmálstúlkur og starfar sem táknmálskennari í grunnskóla.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun