Fara stúdentar til tannlæknis? Alexandra Ýr van Erven skrifar 8. apríl 2024 12:01 Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema. Það er gömul saga og ný að stúdentar lifa við bág kjör og hafa þeir hrópað sig hása um ófullnægjandi framfærslu og óöruggt stuðningskerfi í áraraðir. Í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir yfirstandandi skólaár kemur fram að einstæður stúdent á leigumarkaði fær 237.214 kr. til framfærslu á mánuði. Það er óþarft að fara í málalengingar um áhrif verðbólgu á útgjöld en ef ske kynni að stjórnvöld búi í öðrum heimi en stúdentar þá skal því komið hér tryggilega til skila að 237.214 kr. duga skammt fyrir leigu, mat og öðru hefðbundnu uppihaldi á Íslandi í dag. Það sem við vitum aftur á móti ekki er hvaða áhrif þessi kjör hafa á líf stúdenta og aðgengi þeirra að námi. Í hvað fara tekjur stúdenta? Og í hvað duga þær ekki? Geta stúdentar borðað eina staðgóða máltíð á dag og geta þau farið til sálfræðings ef þau þurfa? Af hverju vinna íslenskir stúdenta svona mikið? Tengist vaxandi aðsókn í fjarnám þessari atvinnuþátttöku? Þetta eru spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við svo hægt sé að krefja stjórnvöld um að bregðast við með viðeigandi hætti. Mikilvægt að líta til stóru myndarinnar Önnur aðkallandi spurning sem við verðum að leita allra leiða til að svara varðar aðgengi að námi í íslensku samfélagi. Skortur á stuðningi við námsmenn er ávísun á stéttskipt samfélag þar sem einstaklingar úr efnameiri fjölskyldum eiga betri möguleika á stunda nám. Þetta eru áhyggjur sem stúdentar hafa viðrað um nokkurt skeið og verður að taka alvarlega. Töluvert færri ungmenni hafa lokið háskólamenntun á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og mikilvægt er að við finnum ástæðuna en getum ekki í eyðurnar. Er samhengi á milli stöðu og stéttar foreldra og því hvort afkvæmin fara í háskólanám? Með öðrum orðum er íslenskt samfélag að verða af menntun einstaklinga sem myndi gjarnan vilja mennta sig en geta það ekki? Staðreyndin er sú að stuðningur við stúdenta hefur víðtækari áhrif en innan háskólasamfélagsins. Skortur á stuðningi hefur bein áhrif á þekkingarsköpun þjóðarinnar og mönnun mikilvægra starfsstétta. Lífskjararannsókn stúdenta Það er af þessum ástæðum sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja fyrir lífskjararannsókn stúdenta. Þetta er í fyrsta skipti sem könnunin er lögð fyrir og er markmið hennar að kanna efnahags- og samfélagslega stöðu stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Undirrituð hvetur alla háskólanema að taka könnunina en hana má finna á skólanetföngum allra nemenda við íslenska háskóla sem og þeirra sem skráð eru í Samband íslenskra námsmanna erlendis. Ég væri að minnsta kosti til í að vita hvort stúdentar hafa tök á því að fara til tannlæknis. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Tannheilsa Hagsmunir stúdenta Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema. Það er gömul saga og ný að stúdentar lifa við bág kjör og hafa þeir hrópað sig hása um ófullnægjandi framfærslu og óöruggt stuðningskerfi í áraraðir. Í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir yfirstandandi skólaár kemur fram að einstæður stúdent á leigumarkaði fær 237.214 kr. til framfærslu á mánuði. Það er óþarft að fara í málalengingar um áhrif verðbólgu á útgjöld en ef ske kynni að stjórnvöld búi í öðrum heimi en stúdentar þá skal því komið hér tryggilega til skila að 237.214 kr. duga skammt fyrir leigu, mat og öðru hefðbundnu uppihaldi á Íslandi í dag. Það sem við vitum aftur á móti ekki er hvaða áhrif þessi kjör hafa á líf stúdenta og aðgengi þeirra að námi. Í hvað fara tekjur stúdenta? Og í hvað duga þær ekki? Geta stúdentar borðað eina staðgóða máltíð á dag og geta þau farið til sálfræðings ef þau þurfa? Af hverju vinna íslenskir stúdenta svona mikið? Tengist vaxandi aðsókn í fjarnám þessari atvinnuþátttöku? Þetta eru spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við svo hægt sé að krefja stjórnvöld um að bregðast við með viðeigandi hætti. Mikilvægt að líta til stóru myndarinnar Önnur aðkallandi spurning sem við verðum að leita allra leiða til að svara varðar aðgengi að námi í íslensku samfélagi. Skortur á stuðningi við námsmenn er ávísun á stéttskipt samfélag þar sem einstaklingar úr efnameiri fjölskyldum eiga betri möguleika á stunda nám. Þetta eru áhyggjur sem stúdentar hafa viðrað um nokkurt skeið og verður að taka alvarlega. Töluvert færri ungmenni hafa lokið háskólamenntun á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og mikilvægt er að við finnum ástæðuna en getum ekki í eyðurnar. Er samhengi á milli stöðu og stéttar foreldra og því hvort afkvæmin fara í háskólanám? Með öðrum orðum er íslenskt samfélag að verða af menntun einstaklinga sem myndi gjarnan vilja mennta sig en geta það ekki? Staðreyndin er sú að stuðningur við stúdenta hefur víðtækari áhrif en innan háskólasamfélagsins. Skortur á stuðningi hefur bein áhrif á þekkingarsköpun þjóðarinnar og mönnun mikilvægra starfsstétta. Lífskjararannsókn stúdenta Það er af þessum ástæðum sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja fyrir lífskjararannsókn stúdenta. Þetta er í fyrsta skipti sem könnunin er lögð fyrir og er markmið hennar að kanna efnahags- og samfélagslega stöðu stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Undirrituð hvetur alla háskólanema að taka könnunina en hana má finna á skólanetföngum allra nemenda við íslenska háskóla sem og þeirra sem skráð eru í Samband íslenskra námsmanna erlendis. Ég væri að minnsta kosti til í að vita hvort stúdentar hafa tök á því að fara til tannlæknis. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun