Ofbeldismenning í ríkisstjórninni Margrét Rut Eddurdóttir skrifar 10. apríl 2024 22:00 Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun