Tölum saman um aðgengilegar sálfræðimeðferðir Kristjbörg Þórisdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:01 Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Á ráðstefnunni flutti prófessor í sálfræði við Oxford háskóla í Bretlandi, David M Clark, erindi um nýlegt verkefni sem snerist um að auka aðgengi almennings að gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Verkefnið gekk þá undir heitinu IAPT (Improving Access to Psychological Therapies) en í dag gengur það undir heitinu Talking therapies og er fjármagnað af breska ríkissjóðnum. Það er skemmst frá því að segja að ég varð hugfangin af þessu verkefni og hef verið með þetta í huganum alla daga síðan þá. Ójafnt aðgengi að meðferðum vegna tilfinningalegs vanda og líkamlegra sjúkdóma Af hverju varð ég svona hugfangin? Jú, vegna þess að verkefnið er hvoru tveggja skynsamlegt og rökrétt og ég sá strax fyrir mér að þetta ættum við að bjóða íslenskum almenningi. Í bók sinni Thrive benda David M Clark og Richard Layard, breskur hagfræðingur og samstarfsfélagi Davids meðal annars á þá sorglegu staðreynd að nánast allir fá viðeigandi meðferð við líkamlegum sjúkdómum en minna en þriðjungur fólks með tilfinningavanda fær gagnreynda sálfræðimeðferð þrátt fyrir að á hverjum tíma séu að minnsta kosti einn af hverjum sex sem þjáist og myndi greinast með þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir hafa verið til í áratugi og eru sífellt í þróun til að hjálpa fólki að leysa úr sínum vandamálum. Sálfræðimeðferðir snúast í raun ekki einungis um að bæta líf fólks frá degi til dags heldur breyta þær lífi fólks til hins betra til lengri tíma. Sá bati hefur gríðarlega mikla samfélagslega arðsemi í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að meðferðirnar borga sig upp sjálfar. Hver króna sem sett er í meðferðina skilar sér allt að tífalt til baka. Tölum saman hér á landi Það er tímabært að hefja vegferðina hér. Svipaða vegferð og Bretar hafa verið á undir forystu David M Clark undanfarin tæp tuttugu ár. Fleiri lönd fylgja nú í kjölfarið svo sem Noregur, Kanada, Ástralía og Finnland og tryggja aðgengi almennings með tilfinningalegan vanda að viðeigandi meðferð. Til þess að slíkt verkefni heppnist er ekki nóg að ráða bara inn sálfræðinga hér og þar. Það þarf að skipuleggja verkefnið vel, setja af stað tilraunasetur, koma af stað gagnagrunnum og kerfum sem halda utan um verkefnið, tölfræði þess, tryggja samræmingu og aðgengi að meðferðarleiðarvísum, árangursmælingum, þjálfun og handleiðslu meðferðaraðila auk þess að vinna rannsóknir samhliða á framgangi og árangri í samstarfi við háskólana og fræðasamfélagið. Við erum lítið land og það er mín skoðun að það sé styrkleiki okkar varðandi þetta verkefni. Með því að vera lítil getum við verið stór í slíkri uppbyggingu því kerfið okkar er ekki stórt og boðleiðirnar stuttar. Við getum gert þetta. Eftir hverju er að bíða? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Á ráðstefnunni flutti prófessor í sálfræði við Oxford háskóla í Bretlandi, David M Clark, erindi um nýlegt verkefni sem snerist um að auka aðgengi almennings að gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Verkefnið gekk þá undir heitinu IAPT (Improving Access to Psychological Therapies) en í dag gengur það undir heitinu Talking therapies og er fjármagnað af breska ríkissjóðnum. Það er skemmst frá því að segja að ég varð hugfangin af þessu verkefni og hef verið með þetta í huganum alla daga síðan þá. Ójafnt aðgengi að meðferðum vegna tilfinningalegs vanda og líkamlegra sjúkdóma Af hverju varð ég svona hugfangin? Jú, vegna þess að verkefnið er hvoru tveggja skynsamlegt og rökrétt og ég sá strax fyrir mér að þetta ættum við að bjóða íslenskum almenningi. Í bók sinni Thrive benda David M Clark og Richard Layard, breskur hagfræðingur og samstarfsfélagi Davids meðal annars á þá sorglegu staðreynd að nánast allir fá viðeigandi meðferð við líkamlegum sjúkdómum en minna en þriðjungur fólks með tilfinningavanda fær gagnreynda sálfræðimeðferð þrátt fyrir að á hverjum tíma séu að minnsta kosti einn af hverjum sex sem þjáist og myndi greinast með þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir hafa verið til í áratugi og eru sífellt í þróun til að hjálpa fólki að leysa úr sínum vandamálum. Sálfræðimeðferðir snúast í raun ekki einungis um að bæta líf fólks frá degi til dags heldur breyta þær lífi fólks til hins betra til lengri tíma. Sá bati hefur gríðarlega mikla samfélagslega arðsemi í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að meðferðirnar borga sig upp sjálfar. Hver króna sem sett er í meðferðina skilar sér allt að tífalt til baka. Tölum saman hér á landi Það er tímabært að hefja vegferðina hér. Svipaða vegferð og Bretar hafa verið á undir forystu David M Clark undanfarin tæp tuttugu ár. Fleiri lönd fylgja nú í kjölfarið svo sem Noregur, Kanada, Ástralía og Finnland og tryggja aðgengi almennings með tilfinningalegan vanda að viðeigandi meðferð. Til þess að slíkt verkefni heppnist er ekki nóg að ráða bara inn sálfræðinga hér og þar. Það þarf að skipuleggja verkefnið vel, setja af stað tilraunasetur, koma af stað gagnagrunnum og kerfum sem halda utan um verkefnið, tölfræði þess, tryggja samræmingu og aðgengi að meðferðarleiðarvísum, árangursmælingum, þjálfun og handleiðslu meðferðaraðila auk þess að vinna rannsóknir samhliða á framgangi og árangri í samstarfi við háskólana og fræðasamfélagið. Við erum lítið land og það er mín skoðun að það sé styrkleiki okkar varðandi þetta verkefni. Með því að vera lítil getum við verið stór í slíkri uppbyggingu því kerfið okkar er ekki stórt og boðleiðirnar stuttar. Við getum gert þetta. Eftir hverju er að bíða? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun